Jaroslava meðal hinna handteknu í Hvalfjarðargangamálinu Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 4. mars 2020 15:15 Jaroslava Davidsson er meðal þeirra sem handtekin voru um helgina í fíknefnamáli. Jara hefur lengi verið kennd við Goldfinger. Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðsson - Geira á Goldfinger, er meðal þeirra fimm sem lögreglan handtók um helgina síðustu í og við Hvalfjarðargöng. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Um er að ræða umfangsmikið fíknefnamál þar sem grunur er framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Við handtökuna við Hvalfjarðargöngin voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni. Aðgerðin var viðamikil en að henni komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Vesturlandi auk sérsveitar lögreglunnar. Nýlega féll dómur í máli þar sem þrír fengu sex til sjö ára fangelsisdóma vegna framleiðslu á amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Góðkunningjar lögreglunnar Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins af málinu eru allir nema Jaroslava erlendir ríkisborgarar, allt karlmenn, sem komið hafa við sögu lögreglu áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt húsleit á í að minnsta sjö stöðum vegna rannsóknar málsins. Það staðfestir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Þau hin handteknu hafa öll verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald en málið telst að mestu upplýst. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Konan á bak við Geira Við fráfall Geira, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu í apríl árið 2012, tók Jaroslava við rekstri Goldfinger. Hún seldi hins vegar reksturinn í fyrra og var af því tilefni í viðtali við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV. „Já, ég var alltaf konan á bak við Geira. Ég sagði oft að ég hefði sterkan vegg fyrir framan mig,“ sagði hún þá. En þar kemur fram að samskipti við dansara og starfsmannahald hafi verið meðal þess sem var í verkahring Jaroslövu. Hin rússneska harka „Ég hef alltaf farið eftir lögum og allar stelpurnar sem hafa dansað hér hafa verið með íslenska kennitölu og borgað sína skatta. Ég vil hafa allt uppi á borðum því ég vil sofa á nóttunni. Ég nenni ekki neinum „monkey business“. Það er betra að hafa hreina og góða samvisku,“ sagði Jara meðal annars. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður ræddi áður við Jöru en sjá má viðtal hans við hina litríku konu hér neðar en þar segist hún meðal annars búa yfir því sem hún kallar hina rússnesku hörku. Dómstólar Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 29. febrúar 2020 11:36 Fimm úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir handtökur við Hvalfjarðargöng Fimm hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fíkniefnamáli. 1. mars 2020 11:46 Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Jaroslava Davíðsson var 26 ára gömul þegar hún kom til Íslands fyrir tuttugu árum og kynntist Geira á Goldfinger en klúbbinn ráku þau saman þar til Geiri lést. 24. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Jaroslava Davidsson, ekkja Ásgeirs Davíðsson - Geira á Goldfinger, er meðal þeirra fimm sem lögreglan handtók um helgina síðustu í og við Hvalfjarðargöng. Þetta hefur Vísir eftir áreiðanlegum heimildum. Um er að ræða umfangsmikið fíknefnamál þar sem grunur er framleiðslu á amfetamíni hér á landi. Við handtökuna við Hvalfjarðargöngin voru gerð upptæk nokkur kíló af amfetamíni. Aðgerðin var viðamikil en að henni komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Vesturlandi auk sérsveitar lögreglunnar. Nýlega féll dómur í máli þar sem þrír fengu sex til sjö ára fangelsisdóma vegna framleiðslu á amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Góðkunningjar lögreglunnar Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins af málinu eru allir nema Jaroslava erlendir ríkisborgarar, allt karlmenn, sem komið hafa við sögu lögreglu áður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt húsleit á í að minnsta sjö stöðum vegna rannsóknar málsins. Það staðfestir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn. Þau hin handteknu hafa öll verið úrskurðuð í tveggja vikna gæsluvarðhald en málið telst að mestu upplýst. Jaroslava er þjóðþekkt kona, hún er af rússnesku bergi brotin, kom hingað frá Eistlandi hvar hún bjó 1998 til að dansa en giftist Geira á Goldfingar, Ásgeiri Davíðssyni, sem var 22 árum eldri en hún. Jaroslava, sem ávallt er kölluð Jara, tók fullan þátt í rekstri nektarstaðarins umdeilda sem lengstum var rekinn í Kópavogi. Konan á bak við Geira Við fráfall Geira, en hann varð bráðkvaddur að heimili sínu í apríl árið 2012, tók Jaroslava við rekstri Goldfinger. Hún seldi hins vegar reksturinn í fyrra og var af því tilefni í viðtali við Lilju Katrínu Gunnarsdóttur ritstjóra DV. „Já, ég var alltaf konan á bak við Geira. Ég sagði oft að ég hefði sterkan vegg fyrir framan mig,“ sagði hún þá. En þar kemur fram að samskipti við dansara og starfsmannahald hafi verið meðal þess sem var í verkahring Jaroslövu. Hin rússneska harka „Ég hef alltaf farið eftir lögum og allar stelpurnar sem hafa dansað hér hafa verið með íslenska kennitölu og borgað sína skatta. Ég vil hafa allt uppi á borðum því ég vil sofa á nóttunni. Ég nenni ekki neinum „monkey business“. Það er betra að hafa hreina og góða samvisku,“ sagði Jara meðal annars. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður ræddi áður við Jöru en sjá má viðtal hans við hina litríku konu hér neðar en þar segist hún meðal annars búa yfir því sem hún kallar hina rússnesku hörku.
Dómstólar Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 29. febrúar 2020 11:36 Fimm úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir handtökur við Hvalfjarðargöng Fimm hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fíkniefnamáli. 1. mars 2020 11:46 Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Jaroslava Davíðsson var 26 ára gömul þegar hún kom til Íslands fyrir tuttugu árum og kynntist Geira á Goldfinger en klúbbinn ráku þau saman þar til Geiri lést. 24. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Fimm handteknir í og við Hvalfjarðargöng Handtökur lögreglunnar í aðgerðum í og við Hvalfjarðargöng á tíunda tímanum í morgun voru fimm talsins en um fíkniefnamál var að ræða, þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 29. febrúar 2020 11:36
Fimm úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir handtökur við Hvalfjarðargöng Fimm hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar á fíkniefnamáli. 1. mars 2020 11:46
Jara kveður Goldfinger eftir 19 ár Jaroslava Davíðsson var 26 ára gömul þegar hún kom til Íslands fyrir tuttugu árum og kynntist Geira á Goldfinger en klúbbinn ráku þau saman þar til Geiri lést. 24. nóvember 2018 09:00