Dagný tryggði Íslandi sigur og Cecilía hélt hreinu í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:00 Dagný Brynjarsdóttir, lengst til vinstri, var einbeitt fyrir leik og skoraði síðan eina mark leiksins um miðjan hálfleikinn. Mynd/Twitter/@PinatarArena Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins á 24. mínútu þegar fyrirgjöf hennar breyttist í skot og sveif laglega yfir markvörð norður írska liðsins. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik og hélt marki sínu hreinu. Cecilía Rán var vel á verði í markinu og varði einu sinni mjög vel í horn. Íslenska liðið hefur oft spilað mun betur en í dag og þurfti greinilega á þessari leikæfingu að halda. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ein af þremur sem léku sinn fyrsta landsleik í dag. Natasha Moraa Anasi kom inn á í hálfleik og Hildur Antonsdóttir spilaði síðustu mínúturnar. Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir spiluðu bara fyrri hálfleikinn og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tók við fyrirliðabandinu af Söru í hálfleik. Það er hægt að horfa aftur á leikinn hér fyrir neðan.
Íslenska kvennalandsliðið vann 1-0 sigur á Norður Írlandi í fyrsta leik sínum á Pinatar æfingamótinu á Spáni. Ísland á eftir að mæta Úkraínu og Skotlandi á árinu. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark íslenska liðsins á 24. mínútu þegar fyrirgjöf hennar breyttist í skot og sveif laglega yfir markvörð norður írska liðsins. Hin sextán ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik og hélt marki sínu hreinu. Cecilía Rán var vel á verði í markinu og varði einu sinni mjög vel í horn. Íslenska liðið hefur oft spilað mun betur en í dag og þurfti greinilega á þessari leikæfingu að halda. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var ein af þremur sem léku sinn fyrsta landsleik í dag. Natasha Moraa Anasi kom inn á í hálfleik og Hildur Antonsdóttir spilaði síðustu mínúturnar. Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir spiluðu bara fyrri hálfleikinn og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tók við fyrirliðabandinu af Söru í hálfleik. Það er hægt að horfa aftur á leikinn hér fyrir neðan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira