Sportpakkinn: Mætast í fyrsta sinn í bikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir átta árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Virgil van Dijk og Tammy Abraham eigast við í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. vísir/getty Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira
Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Sjá meira
Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30
Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00
Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00