Hver er í raun sigurvegari? Bjarni Pétur Marel Jónasson skrifar 3. mars 2020 15:00 Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Bjarni Pétur Marel Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég tók ákvörðun um að fara ekki strax í háskóla heldur vinna mér inn pening fyrst til að ferðast og reyna fá víðari sýn á heiminn og vissulega njóta á sama tíma viðurkenni ég. En ég hef verið að gera það síðustu þrjár vikurnar og eitt sem ég hef saknað mest er að opna dagblaðið til að lesa greinar og mynda mér skoðun um innihaldið, mína eigin skoðun, án þess að einhver gagnrýni hvað mér finnst, setur út á það að ég setti „like“ við greinina eða vogaði mér að deila henni. Og svo tala ég ekki um þegar maður ósjálfrátt fer að lesa ummælin og sjá fólkið drulla yfir hvert annað fyrir að hafa ekki sömu skoðun og þau, rakka þau niður persónulega, segja að þau hafi rangt fyrir sér og vera með óþarfa skítkast þar sem umræðan sem þar fer fram á við engin rök að styðjast og langt frá því að veita fólki víðari sýn á málefninu. En er það hægt? Getur fólk fullyrt það að aðrir hafi ranga skoðun á einhverju ákveðnu máli, það getur vissulega verið ósammála henni en skoðun er eitthvað sem þú átt sjálfur og getur ekki verið röng. Maður getur haft skoðun á mörgu, mörgu sem er ekki vinsælt í dag að hafa skoðun á og jafnvel tíðkast ekki í nútímasamfélagi, en þetta er manns eigin skoðun og hún getur ekki verið röng gagnvart sjálfum sér þó vissulega öðrum gæti fundist hún vera það. Út af þessu hef ég velt fyrir mér hver er í raun sigurvegari í kommentastríðinu. Er það sá sem á síðustu færsluna, sama hversu ljót hún er og hvort sem hún snýr enn þá að málefninu eða er komin út í árás á persónuna sjálfa. Er það sá sem fær flest „like-in“ við sitt ummæli hvort sem hann nefndi einn hlut sem átti við rök að styðjast eður ei. Eða er það sá aðili sem hættir þegar málefnið er farið út í móa og þ.a.l. tekur á sig skítkast sem fylgdi síðasta ummæli. Fyrir mitt leyti er það fjórði kosturinn, ósýnilegi kosturinn og það er að það er enginn sigurvegari. Þegar umræðan er kominn á svona lágt plan eins og hún gerir allt of oft getur enginn verið sigurvegari. Þrátt fyrir þessa skoðun mína sem margir eru kannski ósammála finnst mér mjög gaman að rökræða, hef alveg unað af því en það er fátt sem ég hata meira en að rífast við fólk og sérstaklega þegar það er bara að rífast út af engu. Enda kemur aldrei neitt gott út úr því að rífast og vera með leiðindi við aðra. Við skulum virða skoðanir annarra og vera góð hvert við annað, þótt þetta sé bara á netinu því það er ekkert „bara“ í því. Hugsa okkur fyrst um áður en við skrifum eitthvað ljótt um aðra, við erum öll mennsk og með tilfinningar. Þessa vísu hafið þið trúlega oft heyrt kveðna áður en eins og sagt er þá er góð vísa aldrei of oft kveðin. Eða það er allavega mín skoðun. Höfundur er gjaldkeri Ungra sjálfstæðismanna í Ísafjarðabæ, Fylkir.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun