Jákvætt að kórónuveirusmit greinist á Íslandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2020 10:24 Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis. Vísir/vilhelm Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Aðstoðarmaður landlæknis segir það ekki neikvætt að kórónuveirusmit séu að greinast á Íslandi. Þvert á móti sé það jákvætt og til marks um árangursríkt viðbragð yfirvalda. Alls hafa níu Íslendingar verið greindir með kórónuveiru, þar af sex í gær. Öll smitin má rekja til Ítalíu nema eitt. Þar er um að ræða karlmann sem dvalið hafði í Austurríki en kom hingað til lands frá München í Þýskalandi á sunnudag. Hlutfallslega hafa því nokkuð mörg smit greinst á Íslandi en tilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa eru orðin 2,64. Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis segir í færslu á Twitter-reikningi sínum að það sé merkilegt hversu margir haldi að það sé neikvætt „eða vitnisburður um veik viðbrögð að við séum að greina #COVID19 smit hér á landi.“ „Þvert á móti er þetta jákvætt. Við erum að ná þessum innfluttu smitum mjög snemma og þetta er fólk sem er að greinast meðan það er í sóttkví,“ segir Kjartan Hreinn. Viðbúnaður hér á landi sé í raun óvenjulega mikill. „Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?“ Viðbúnaður hér á landi er mikill, óvenjulega mikill í raun. Ef hann væri ekki til staðar, líkt og víða annars staðar, þá værum við ekki að finna þessi tilfelli. Þau myndu grassera hér. Hvernig væri það betra?— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) March 3, 2020 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í sama streng á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði hann að viðbrögð yfirvalda væru stífari hér á landi en annars staðar og að óvíst væri hversu lengi verði haldið í slíkar aðgerðir. Viðbragðið stuðli vonandi að því að hér verði ekki útbreiddur faraldur. Hátt í þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir beinir því til einstaklinga, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skilgreindum áhættusvæðum, það er Ítalíu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim, að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfirgefið skilgreind áhættusvæði.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33 Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43 Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Níundi smitaði Íslendingurinn kom frá Austurríki á sunnudag Hann hafði dvalið þar ásamt fjölskyldu sinni. 3. mars 2020 08:33
Kínverjar komnir í gegnum það versta Heilbrigðisráðuneyti Kína tilkynnti í nótt að einungis 125 ný smit nýju kórónuveirunnar hafi verið staðfest þar í landi á einum sólarhring. Sú tala hefur ekki verið svo lág síðan þann 20. janúar. 3. mars 2020 06:43
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10