Nú er mikilvægt að tala skýrt Þórir Guðmundsson skrifar 2. mars 2020 10:30 Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn. Þetta er það sem við, almenningur, getum raunhæfast gert til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist hér út líkt og hún hefur gert annars staðar. Við þurfum líka að takmarka mjög fjöldasamkomur þar sem mannmergð eykur líkur á smiti. Nú þegar er verið að aflýsa íþróttaleikjum víða um heim eða huga þannig að framkvæmd þeirra að ólíklegra sé að veiran geti borist milli fólks. Sérfræðingar segja ólíklegt að veiran dreifist með handabandi þó að það geti gerst. Það er snerting við sýktan hlut sem þarf að forðast og það getur eins verið hönd og handrið. Við þurfum því ekki nauðsynlega að hætta að takast í hendur – en ættum samt að sótthreinsa hendurnar reglulega. Einn stjórnmálamaður hefur lagt til að yfirvöld loki landamærunum til að koma í veg fyrir smit hingað til lands. Sem fyrstu viðbrögð þá er hugsunin um að einangra þessa fjarlægu eyju frá umheiminum alveg skiljanleg. Sem aðgerð þá gengur hún samt ekki upp. Í nútíma samfélagi þurfum við að sætta okkur við að landamærum verður ekki lokað. Yfirvöld eru sem betur fer farin að sýna miklu meiri alvöru í því að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hér á landi. Vikurnar eftir að veiran kom upp í Wuhan í Kína voru viðbrögð stjórnvalda hér á landi fálmkennd og ráðleggingar illa rökstuddar. Það voru stjórnvöld í Pekíng sem tóku mikilvægustu ákvörðunina til að hindra útbreiðslu veikinnar með því að stöðva hópferðir frá Kína, meðal annars til Íslands. Sömuleiðis voru viðbrögð yfirvalda hér á landi við útbreiðslu veirunnar á Norður-Ítalíu og á Kanaríeyjum – tveimur vinsælum áfangastöðum Íslendinga að veturlagi – undarlega óskýr og ráðleggingar óraunsæar. Dögum saman var engin leið að átta sig á leiðbeiningum sóttvarnalæknis til fólks sem fór á skíði á Ítalíu. Mátti það fara heim í gegnum flugvöllinn í Verona, sem er á skilgreindu hættusvæði? Kórónuveiran er komin til Íslands. Stjórnvöld þurfa að tala skýrt til almennings og koma með raunhæfar ráðleggingar.Unsplash/CDC Vanmáttug viðbrögð um tíma má að einhverju leyti rekja til fámennis í veikburða stjórnsýslu, þar sem álag á starfsfólki er allt of mikið þegar ástand er eðlilegt og yfirgengilegt þegar þarf að bregðast við einhverju óvenjulegu. Þegar kórónufárið barst á borð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra bættist það við snjóflóð, hamfaraveður og jarðhræringar sem fámenn deild þurfti að fást við. Sem betur fer virðist upplýsingagjöf vera að breytast til batnaðar. Víðir Reynisson fyrrverandi yfirmaður almannavarna hefur veitt upplýsingafundum um kórónuveiruna þarfa forystu, meðal annars með því að gangast við mistökum sem gerð voru eftir greiningu á fyrsta tilfelli Covid-19 sjúkdómsins hér á landi. Þess háttar hreinskilni eykur traust. Til að sjá hvað léleg upplýsingagjöf til almennings getur valdið miklum skaða þarf ekki annað en líta til Bandaríkjanna. Þar hefur forseti landsins leitt vandræðagang og feluleik, meðal annars með því að reyna að klína vandanum einhvern vegin á pólitíska andstæðinga sína. Góður vilji er ekki vandamál hér á landi. Leigan á Hóteli Lind undir erlenda ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví er afar traustvekjandi skref. Það eru nær daglegir blaðamannafundir líka. Nú þarf að leggja áherslu á skýrar upplýsingar og raunhæfar ráðleggingar til almennings. Ef ráðlegging til fjölskyldu sem hefur bókað fokdýra skíðaferð til Norður-Ítalíu er að fara ekki, þá þarf að segja það hreint út; ekki láta duga að hvetja til að sleppa „ónauðsynlegum“ ferðum. Ef slík ferðalög eru raunveruleg ógn við heilsu almennings á Íslandi þá á að koma í veg fyrir þau, þó að það kunni að skapa stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Kórónuveiran mun vafalítið halda áfram að spretta upp og valda stórskaða hingað og þangað um heiminn á næstu vikum og mánuðum. Smitum hér á landi mun vafalítið fjölga. Stjórnvöld sem bregðast við af afli, einbeitingu og kröftugu samtali við almenning geta forðað því að allt fari á versta veg. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Þórir Guðmundsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslendingar þurfa að spritta sig, þvo hendurnar í tíma og ótíma og forðast að lenda í þvögu. Kannski ættum við að fækka knúsum og kossum á kinn. Þetta er það sem við, almenningur, getum raunhæfast gert til að koma í veg fyrir að kórónuveiran breiðist hér út líkt og hún hefur gert annars staðar. Við þurfum líka að takmarka mjög fjöldasamkomur þar sem mannmergð eykur líkur á smiti. Nú þegar er verið að aflýsa íþróttaleikjum víða um heim eða huga þannig að framkvæmd þeirra að ólíklegra sé að veiran geti borist milli fólks. Sérfræðingar segja ólíklegt að veiran dreifist með handabandi þó að það geti gerst. Það er snerting við sýktan hlut sem þarf að forðast og það getur eins verið hönd og handrið. Við þurfum því ekki nauðsynlega að hætta að takast í hendur – en ættum samt að sótthreinsa hendurnar reglulega. Einn stjórnmálamaður hefur lagt til að yfirvöld loki landamærunum til að koma í veg fyrir smit hingað til lands. Sem fyrstu viðbrögð þá er hugsunin um að einangra þessa fjarlægu eyju frá umheiminum alveg skiljanleg. Sem aðgerð þá gengur hún samt ekki upp. Í nútíma samfélagi þurfum við að sætta okkur við að landamærum verður ekki lokað. Yfirvöld eru sem betur fer farin að sýna miklu meiri alvöru í því að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar hér á landi. Vikurnar eftir að veiran kom upp í Wuhan í Kína voru viðbrögð stjórnvalda hér á landi fálmkennd og ráðleggingar illa rökstuddar. Það voru stjórnvöld í Pekíng sem tóku mikilvægustu ákvörðunina til að hindra útbreiðslu veikinnar með því að stöðva hópferðir frá Kína, meðal annars til Íslands. Sömuleiðis voru viðbrögð yfirvalda hér á landi við útbreiðslu veirunnar á Norður-Ítalíu og á Kanaríeyjum – tveimur vinsælum áfangastöðum Íslendinga að veturlagi – undarlega óskýr og ráðleggingar óraunsæar. Dögum saman var engin leið að átta sig á leiðbeiningum sóttvarnalæknis til fólks sem fór á skíði á Ítalíu. Mátti það fara heim í gegnum flugvöllinn í Verona, sem er á skilgreindu hættusvæði? Kórónuveiran er komin til Íslands. Stjórnvöld þurfa að tala skýrt til almennings og koma með raunhæfar ráðleggingar.Unsplash/CDC Vanmáttug viðbrögð um tíma má að einhverju leyti rekja til fámennis í veikburða stjórnsýslu, þar sem álag á starfsfólki er allt of mikið þegar ástand er eðlilegt og yfirgengilegt þegar þarf að bregðast við einhverju óvenjulegu. Þegar kórónufárið barst á borð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra bættist það við snjóflóð, hamfaraveður og jarðhræringar sem fámenn deild þurfti að fást við. Sem betur fer virðist upplýsingagjöf vera að breytast til batnaðar. Víðir Reynisson fyrrverandi yfirmaður almannavarna hefur veitt upplýsingafundum um kórónuveiruna þarfa forystu, meðal annars með því að gangast við mistökum sem gerð voru eftir greiningu á fyrsta tilfelli Covid-19 sjúkdómsins hér á landi. Þess háttar hreinskilni eykur traust. Til að sjá hvað léleg upplýsingagjöf til almennings getur valdið miklum skaða þarf ekki annað en líta til Bandaríkjanna. Þar hefur forseti landsins leitt vandræðagang og feluleik, meðal annars með því að reyna að klína vandanum einhvern vegin á pólitíska andstæðinga sína. Góður vilji er ekki vandamál hér á landi. Leigan á Hóteli Lind undir erlenda ferðamenn sem þurfa að fara í sóttkví er afar traustvekjandi skref. Það eru nær daglegir blaðamannafundir líka. Nú þarf að leggja áherslu á skýrar upplýsingar og raunhæfar ráðleggingar til almennings. Ef ráðlegging til fjölskyldu sem hefur bókað fokdýra skíðaferð til Norður-Ítalíu er að fara ekki, þá þarf að segja það hreint út; ekki láta duga að hvetja til að sleppa „ónauðsynlegum“ ferðum. Ef slík ferðalög eru raunveruleg ógn við heilsu almennings á Íslandi þá á að koma í veg fyrir þau, þó að það kunni að skapa stjórnvöldum skaðabótaskyldu. Kórónuveiran mun vafalítið halda áfram að spretta upp og valda stórskaða hingað og þangað um heiminn á næstu vikum og mánuðum. Smitum hér á landi mun vafalítið fjölga. Stjórnvöld sem bregðast við af afli, einbeitingu og kröftugu samtali við almenning geta forðað því að allt fari á versta veg. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar