Eldur kom upp í Borgarleikhúsinu á áttunda tímanum í gærkvöldi. Þegar slökkvilið og lögreglu bar að garði hafði starfsmaður þó slökkt eldinn sem talið er að hafi kviknað út frá ljóskastara. Þá barst í nótt tilkynning um eld í bíl í Breiðholti. Þrír bílar eru skemmdir eða ónýtir eftir brunann og voru fluttir á brott. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tvær tilkynningar bárust um umferðaróhöpp í Hafnarfirði um sex leytið í gær. Þar voru á ferðinni ökumenn sem báðir eru grunaðir um ölvunarakstur og voru þeir vistaðir í fangageymslu.
Þá lenti bíll á ljósastaur í Breiðholti í nótt og hann mikið skemmdur. Ökumaðurinn hafði þó stungið af. Þrír bílar voru skemmdir við Fellaskóla.
Í gærkvöldi barst tilkynning til lögreglunnar um bíl fastan í runna við á göngustíg í Breiðholti. Var það á tíunda tímanum í gærkvöldi og tveir menn voru handteknir vegna gruns um ölvunarakstur.
Í nótt stöðvaði lögreglan svo mann á Bankastræti vegna gruns um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna. Þar að auki reyndist bíll hans ótryggður.