Grealish vill leiða Aston Villa til sigurs á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 15:00 Grealish vonast til að lyfta titli síðar í dag. Vísir/Getty Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, er allt í öllu hjá liðinu þessa dagana og hann vill ólmur tryggja liðinu sigur gegn Manchester City í úrslitum enska deildarbikarsins síðar í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport og hefst klukkan 16:30. Hinn 24 ára gamli Grealish hefur lengi verið efnilegur en talið var að hann hefði ekki skapgerðina í að nýta hæfileika sína til fulls. Það virðist loks vera breyting á en Grealish er orðinn fyrirliði Villa liðsins ásamt því að vera mikilvægasti leikmaður liðsins. Því til sönnunar þá skapar Grealish að meðaltali eitt af fjórum færum Aston Villa það sem af er leiktíð. Alls hefur hann lagt upp sex mörk í ensku úrvalsdeildinni og skorað önnur sjö. Hann hefur því komið að 13 af 34 mörkum liðsins í deildinni eða 38% þeirra. „Fortíð mín hefur skapað þann leikmann sem ég er í dag,“ sagði Grealish í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn en hann var hálfgerður glaumgosi á sínum yngri árum. „Ég held að meiðslin sem ég varð fyrir hafi haft mikil áhrif. Það að missa af þremur til fjórum mánuðum vegna meiðsla lætur mann hugsa um hvað maður vill áorka á ferlinum. Ég var óþroskaður hér áður fyrr en nú vill ég spila fyrir England og vinna titla, það er markmiðið.“ Grealish hefur svo sannarlega tækifæri til þess að vinna titil í dag en hann leiðir Aston Villa út Wembley gegn ógnarsterku liði Manchester City. Leikurinn er eins og áður kom fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16:30.
Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00 Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti McGregor sakaður um nauðgun Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Sjá meira
Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag. 1. mars 2020 13:00
Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. 1. mars 2020 06:00