Börn í þrælkunarvinnu fyrir Starbucks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2020 08:39 Starbucks er ein þekktasta kaffihúsakeðja heims. Vísir/Getty Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi. Bandaríkin Gvatemala Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bandaríski kaffirisinn Starbucks er nú flæktur inn í barnaþrælkunarskandal eftir að rannsókn leiddi í ljós að börn undir 13 ára aldri væru látin vinna á býlum í Gvatemala til þess að sjá fyrirtækinu fyrir kaffibaunum. Breski fréttaskýringaþátturinn Dispatches á stöðinni Channel 4 náði myndefni af börnunum þar sem þau unnu 40 klukkustunda vinnuviku við aðstæður sem lýst er sem „stöngum“ af vefmiðli Guardian. Þar segir að börnin fái greitt það sem jafngildir einum latte-kaffibolla á dag. Baununum sem um ræðir er einnig dreift til Nespresso, sem er í eigu Nestlé. Þau sem komu að gerð þáttanna í Gvatemala segja börnin sum ekki hafa virst eldri en átta ára gömul. Þau hafi unnið átta tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og fengið greitt eftir þyngd baunanna sem þeim tókst að afla hverju sinni. Börnin fengju að jafnaði greidd um 5 pund á dag, eða um 810 íslenskar krónur. Stundum hefðu launin fyrir daginn þó verið allt niður í 31 pens, eða um 50 krónur. Við gerð þáttanna heimsóttu fulltrúar Dispatches sjö býli sem tengd eru Nestlé, og fimm sem tengjast Starbucks. Öll áttu býlin það sameiginlegt að þar var stunduð barnaþrælkun. Mannréttindalögmaður sem skoðað hefur myndefni þáttagerðarfólksins segir ljóst að bæði fyrirtæki hafi brotið alþjóðlegar vinnumálareglugerðir sem settar hafa verið af Alþjóðavinnumálastofnun Sameinuðu þjóðanna. „Samkomulagið er afar skýrt með tilliti til þess að menntun barna á ekki að vera stofnað í hættu. Ef börn eru látin vinna 40 klukkustundir á viku, þá er ómögulegt að þau hljóti tilhlýðilega menntun á sama tíma,“ hefur Guardian eftir lögfræðingnum Oliver Holland. „Þetta eru allt óöruggar aðstæður fyrir börn, og í slíkum aðstæðum ættu börn einfaldlega ekki að vera að vinna.“Dispatchers þátturinn þar sem fjallað er um málið verður sýndur næsta mánudagskvöld í Bretlandi.
Bandaríkin Gvatemala Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira