RÚV ekki lengur með skjalið umdeilda í sínum fórum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 22:05 Ríkisútvarpið er til húsa í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira