RÚV ekki lengur með skjalið umdeilda í sínum fórum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. ágúst 2020 22:05 Ríkisútvarpið er til húsa í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands. Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir að skjal sem umfjöllun Kastljóss í mars 2012 var byggð á sé ekki í vörslum Ríkisútvarpsins. Umfjöllun Kastljóss um Samherja og meinta sölu afurða á undirverði til dótturfélags fyrirtækisins komst aftur í kastljósið þegar Samherji birti þátt á YouTube-síðu sinni þar sem því var haldið fram að umrætt skjal hafi aldrei verið til. Í færslu á vef Samherja, sem ber yfirskriftina „Skjalið úr Kastljósi finnst ekki“ segir að lögmaður Samherja hafi sent Ríkisútvarpinu erindi til Ríkisútvarpsins þann 12. ágúst síðastliðinn, þar sem þess var óskað að umrætt skjal, sem einnig hefur verið fjallað um sem skýrslu, frá Verðlagsstofu skiptaverðs yrði afhent Samherja. Fréttastofa hefur fengið svar Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra til lögmannsins, Arnars Þórs Stefánssonar. Þar segir að RÚV hafi skjalið ekki lengur í sínum fórum. Það hafi verið notað við vinnslu Kastljóssþáttar 2012 og afhent Seðlabankanum í febrúar sama ár. „Skjal það sem um ræðir er það skjal sem Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest að hafi verið tekið sama,“ segir einnig í svari Stefáns. Þar vísar Stefán til þess að Verðlagsstofa skiptaverðs hafi staðfest að starfsmaður hennar hafi tekið saman gögn um karfaútflutning á árunum 2010 og 2011 og sett í excel-skjal. Stofnunin vildi þó ekki meina að um sérstaka skýrslu væri að ræða. Þá segist Stefán telja eðlilegast, með hliðsjón af því sem þegar var komið fram í svari hans, að beiðni um afhendingu skjalsins yrði beint til Verðlagsstofu skiptaverðs eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Segja svarið varpa ljósi á athugun innan RÚV Á vef Samherja er svar útvarpsstjórans sagt athyglisvert þar sem það varpi ljósi á athugun sem hafi átt sér stað innan RÚV eftir að þáttur Samherja var settur í loftið. Sama dag og þátturinn birtist barst yfirlýsing frá útvarpsstjóra þar sem sagt var að RÚV hafnaði ásökunum Samherja á hendur Helga Seljan fréttamanni, um að hafa falsað gögn til að styðja við fréttaflutning sinn, sem röngum. „Svar útvarpsstjóra við erindi lögmanns Samherja bendir til þess að útvarpsstjóri og fréttastjóri hafi í reynd ekki vitað hvort Ríkisútvarpið hefði skýrsluna undir höndum, eða hvers eðlis skýrslan væri, áður en yfirlýsingin var birt. Eru því sterkar vísbendingar um fullyrðingar í yfirlýsingunni hafi verið settar fram án vitneskju um hvort þær væru sannar. Hljóta það að teljast býsna ámælisverð vinnubrögð af hálfu stofnunar sem vinnur í þágu og umboði almennings,“ segir þá í lok færslunnar á vef Samherja. Fleiri segjast hafa fengið gögnin Tveir fyrrverandi fulltrúar sjómanna sem sátu í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna um árabil sögðust í kjölfar þess að Samherji birti þátt sinn að umrædd gögn sem vísað var til í Kastljósi séu þau sömu og nefndin hafi fengið á sínum tíma . Þeir eigi þau en um sé að ræða trúnaðargögn. „Það skiptir ekki nokkru máli hvort þetta heiti skýrsla eða minnisblað. Þetta voru gögn sem nefndin var að vinna með, þar kom þetta fram og um það snýst allt málið,“ sagði Sævar Gunnarsson, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands.
Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira