Hátt í þriðjungur hótelbókanna hverfur vegna ákvörðunar Trump Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 10:45 Kristófer Oliversson Vísir „Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira
„Fyrir hótelgeirann þýðir þetta væntanlega að hátt í þriðjungur allra bókana hverfur á meðan þetta bann varir,“ segir Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu, um ferðabannið sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur boðað vegna kórónuveirunnar. Hefur forsetinn lokað á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna. „Síðan er keðjuverkun sem er ófyrirséð. Þetta eru svo stórar ákvarðanir sem hafa verið teknar. Ítalir loka búðum, Danir loka skólum, ferðabann í Bandaríkjunum. Við getum búist við stórum ákvörðunum þegar líður á daginn. En allt stefnir þetta á verri veginn. Með falli WOW Air fækkaði farþegum frá Bandaríkjunum hingað mikið. Þeir eru væntanlega 25 til 30 prósent að í bókunum hjá flestum um þessar mundir,“ segir Kristófer. „Þegar gesturinn kemst ekki á staðinn þá fer þetta að þyngjast allt saman,“ segir Kristófer. Hann bendir þó á að ef að leggja átti á ferðabann í Bandaríkjunum þá sé þetta skársti tíminn. Mars og apríl eru rólegustu mánuðirnir í ferðaþjónustu. „En þeir sem hafa þraukað veturinn í von um betri tíð í sumar, þeir sjá ekki fram á betri tíð.“ Hann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist hratt við. „Og það þarf að skoða að fólk geti farið að hluta til á atvinnuleysiskrá svo það þurfi ekki að fara í fjöldauppsagnir. Þetta er það sem þarf að svara fljótt því eigið fé þurrkast hratt upp í svona stöðu,“ segir Kristófer en það úrræði var í boði í efnahagshruninu árið 2008.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Sjá meira