Gætu frestað Ólympíuleikunum um eitt eða tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 08:00 Kona með grímu fyrir framan nýja Ólympíuleikvanginn í Tókýó. Getty/Tomohiro Ohsumi Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. Japanskir ráðamenn töluðum um það á dögunum að möguleiki væri að seinka leikunum til loka ársins en nýjustu fréttir frá Japan eru að líklegra að þeim verði frestað í lengri tíma. Ólympíuleikarnir eiga að fara fram á fjögurra ára fresti og fóru síðast fram í Ríó í Brasilíu árið 2016. Reuters hefur það eftir einum úr framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna að fýsilegast væri að fresta leikunum um eitt eða tvö ár.Olympics official discusses possibility of postponing Games by one or two years https://t.co/GGgU8QVONYpic.twitter.com/uOlQwG712s — Reuters (@Reuters) March 11, 2020 „Við þurfum að fara að undirbúa okkur fyrir allt. Ef við getum ekki haldið leikana í sumar þá væri best að fresta þeim um eitt eða tvö ár,“ sagði Haruyuki Takahashi, einn af tólf meðlimum í framkvæmdanefnd Tókyó 2020. Það hefur ekki þurft að fresta Ólympíuleikum síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem segir mikið um alvarleika málsins enda hafa Japanir verið að skipuleggja leikanna síðan að þeir fengu að vita það árið 2013 að þeir myndu halda þá í ár. Gríðarleg vinna og miklir peningar hafa farið í undirbúninginn en nú fara að aukast líkurnar á því að Ólympíuleikarnir 2020 fari frekar fram 2021 eða 2022. Það er í það minnsta „pláss“ sumarið 2022 þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta það ár fer ekki fram fyrr en í nóvember og desember í stað þess að vera haldið um sumarið. Það er vegna sumarhitans í Katar. Það ætti því að vera auðveldara en oft áður að finna pláss fyrir Ólympíuleikanna sumarið 2022. Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira
Ólympíuleikarnir eiga að fara fram í Tókýó í sumar en nú eru alltaf meiri og meiri líkur á því að það þurfi að fresta þeim. Útbreiðsla kórónuveirunnar um heiminn er slík að allir íþróttaviðburðir heimsins eru nú í uppnámi. Japanskir ráðamenn töluðum um það á dögunum að möguleiki væri að seinka leikunum til loka ársins en nýjustu fréttir frá Japan eru að líklegra að þeim verði frestað í lengri tíma. Ólympíuleikarnir eiga að fara fram á fjögurra ára fresti og fóru síðast fram í Ríó í Brasilíu árið 2016. Reuters hefur það eftir einum úr framkvæmdanefnd Ólympíuleikanna að fýsilegast væri að fresta leikunum um eitt eða tvö ár.Olympics official discusses possibility of postponing Games by one or two years https://t.co/GGgU8QVONYpic.twitter.com/uOlQwG712s — Reuters (@Reuters) March 11, 2020 „Við þurfum að fara að undirbúa okkur fyrir allt. Ef við getum ekki haldið leikana í sumar þá væri best að fresta þeim um eitt eða tvö ár,“ sagði Haruyuki Takahashi, einn af tólf meðlimum í framkvæmdanefnd Tókyó 2020. Það hefur ekki þurft að fresta Ólympíuleikum síðan í seinni heimsstyrjöldinni sem segir mikið um alvarleika málsins enda hafa Japanir verið að skipuleggja leikanna síðan að þeir fengu að vita það árið 2013 að þeir myndu halda þá í ár. Gríðarleg vinna og miklir peningar hafa farið í undirbúninginn en nú fara að aukast líkurnar á því að Ólympíuleikarnir 2020 fari frekar fram 2021 eða 2022. Það er í það minnsta „pláss“ sumarið 2022 þar sem heimsmeistaramótið í fótbolta það ár fer ekki fram fyrr en í nóvember og desember í stað þess að vera haldið um sumarið. Það er vegna sumarhitans í Katar. Það ætti því að vera auðveldara en oft áður að finna pláss fyrir Ólympíuleikanna sumarið 2022.
Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Sjá meira