Viktor Þór hvetur karla til að fara að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2020 19:30 Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór. Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór.
Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira