Um hundrað manns vilja aðstoða bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2020 12:30 Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands og heldur utan um afleysingaverkefnið eða bakvarðarsveit bænda. Einkasafn Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira