Eurogym frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 09:45 5000 manna fimleikahátíð frestað. Facebook/Stjarnan Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands og Evrópska fimleikasambandsins hafa tekið ákvörun um að fresta Eurogym fimleikahátíðinni sem fara átti fram á Íslandi í júlímánuði næstkomandi. Er ákvörðunin tekin í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Í tilkynningu Fimleikasambands Íslands segir að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða en hátíðin hefði orðið stærsti íþróttaviðburður á landinu, þar sem 5000 ungmenni stefndu á að sýna fimleika víðs vegar um Reykjavíkurborg, ásamt því að taka þátt í vinnubúðum og fræðsluviðburðum. „Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að fresta þessari hátíð nú þegar undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. En það er ekkert annað hægt að gera í núverandi stöðu þar sem velferð þátttakanda og sjálfboðaliða verður að vera í fyrirrúmi,“ segir Halla Karí Hjaltested , viðburðastjóri Eurogym. Eurogym 2020 er fimleikahátíð fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára frá Evrópu sem eiga það sameiginlegt að finnast fimleikar skemmtileg íþrótt. Áhersla hátíðarinnar er þátttaka, gleði og fræðsla. En eitt af aðalmarkmiðum Fimleikasambandsins er að þjónusta öll börn, líka þau sem vilja aðrar áherslur en keppni. Halla Karí segir ljóst að tjónið sem hljótist af því að fresta hátíðinni sé töluvert. „Þá er ég að vísa til bæði beinna og óbeinna áhrifa,“ segir Halla Karí og bendir á að auk Fimleikasambandsins verði ferðaþjónustan og fyrirtæki í viðburðarhaldi fyrir töluverðu höggi. Stefnt er að því að halda hátíðina í Reykjavík í júlí 2021 og á næstu vikum verður unnið að því að finna nákvæma dagsetningu og verður hún tilkynnt í lok apríl. Lögð er rík áhersla á að finna dagsetningu sem fyrst, til að tryggja þátttöku þeirra sem nú þegar hafa skráð sig og þeirra 2000 foreldra sem von var á að fylgdu þátttakendum á hátíðina
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira