Bayern München Evrópumeistari eftir sigur á PSG

Bæjarar fagna sigurmarki Coman í kvöld.
Bæjarar fagna sigurmarki Coman í kvöld. getty/ Manu Fernandez

Bayern Munchen er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu árið 2020. Liðið vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitaleiknum í kvöld. Leikurinn fór fram í Lissabon í Portúgal.

Parísarliðið fékk betri færi í fyrri hálfleik og hefði hæglega getað náð forystunni. Manuel Neuer lokaði hinsvegar marki Bæjara og tók allt sem á markið kom. Staðan því markalaus í hálfleik.

Bayern hafði öll völd á vellinum í seinni hálfleik og á 59. mínútu kom Frakkinn Kingsley Coman Bæjurum í forystu þegar hann skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Joshua Kimmich, en Thilo Kehrer átti að gera betur í vörn PSG.

Franska liðið fékk tækifæri til að jafna leikinn, Manuel Neuer varði stórkostlega frá Marquinhos og á 92. mínútu fékk Neymar síðasta tækifæri Parísarliðsins til að jafna en hann setti boltann rétt framhjá markinu.

Lokatölur 1-0 fyrir Bayern Munchen og fyrsti sigur Bayern í keppninni síðan árið 2013 staðreynd. Titillinn fyllilega verðskuldaður og þetta er sjötti Meistaradeildartitill Bæjara frá upphafi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira