Vilja að hætt sé við HM í handbolta Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 15:58 Ísland varð í 11. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í handbolta, árið 2019. vísir/epa Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning. HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Ísland er á meðal þátttökuþjóða á HM karla í handbolta sem fara á fram í Egyptalandi í janúar. Ekki eru allir á eitt sáttir með að mótið fari fram, á tímum kórónuveirufaraldursins. Forráðamenn þýsku handknattleiksfélaganna Kiel og Flensburg hafa kallað eftir því að HM verði aflýst. „Við höfum ekkert á móti Egyptalandi en leikmenn þyrftu væntanlega að fara í 14 daga sóttkví eftir mótið. Það er ekkert vit í þessu,“ sagði Marc Weinstock stjórnarformaður Kiel við Sport-Bild. Boy Meesenburg hjá Flensburg tók í svipaðan streng. „Egyptaland er kannski ekki beint þekkt fyrir mesta hreinlæti í heiminum,“ lét Meesenburg hafa eftir sér. Þeir Weinstock vilja auk þess að upphafi keppnistímabilsins í Þýskalandi verði frestað frá byrjun október og fram í byrjun janúar. Bob Hanning, framkvæmdastjóri Füchse Berlín og varaformaður þýska handknattleikssambandsins, gagnrýnir kröfurnar um aflýsingu HM harðlega í viðtali við Sport1. „Í hreinskilni sagt finnst mér það fordómafullt að ætla að neita landi eins og Egyptalandi að halda HM með þessum hætti. Ég er viss um að Egyptarnir eru ekki síður til þess færir en Þjóðverjar að uppfylla kröfur um hreinlæti. Mér finnst í raun sorglegt að einhver skuli tala svona,“ sagði Hanning og vísaði sérstaklega til ummæla Meesenburg. „Menn verða að hugsa um hvað þessar kröfur þýða fyrir þýskan handbolta. Landsliðið er algjör drifkraftur fyrir okkar íþrótt. Við náum til 10 milljóna áhorfenda með heimsmeistara- og Evrópumótum, og félagsliðin græða á því að landsliðinu gangi vel,“ sagði Hanning.
HM 2021 í handbolta Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37 Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Íslendingar geta lent í riðli með Alfreð á HM í Egyptalandi Dregið verður í riðla á HM í Egyptalandi 5. september næstkomandi. Ísland er í 3. styrkleikaflokki. 22. júlí 2020 13:37
Ísland komið á HM 2021 Umspilsleikirnir um sæti á HM 2021 í handbolta karla fara ekki fram. Ísland er komið á mótið. 24. apríl 2020 13:21