Fylltu í rúmlega tveggja metra djúpa holu á þjóðveginum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 20:11 Eins og sjá má var holan nokkuð djúp. Mynd/Eiður Ragnarsson Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum. Djúpivogur Samgöngur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Um tveggja og hálfs metra djúp hola á þjóðveginum skammt frá Djúpavogi var fyllt með um það bil 12 rúmmetrum af möl í dag. Eiður Ragnarsson sem var meðal þeirra sem unnu að því að fylla upp í holuna segir það einskæra heppni að enginn hafi lent ofan í holunni. Eiður birti í kvöld færslu á Facebook þar sem hann sýndi frá því þegar notast var við gröfu til að fletta malbikið upp þannig að gapandi gímaldið kæmi í ljós. Í samtali við Vísi segir hann að fyrirtækið sem hann vinnur hjá, SG-vélar, hafi fengið símhringingu vegna holunnar. „Vegfarandi hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti um stein á veginum. Þetta var svo reyndar ekki steinn. En svo er hringt í mig og ég beðinn að fara og athuga hvað þetta er. Þá er búið að merkja þetta með viðvörunarþríhyrningi af öðrum vegfaranda.“ Eins og áður segir þurfti um 12 rúmmetra af möl til þess að fylla upp í holuna, sem Eiður telur að hafi verið um tveir og hálfur metri að dýpt. Hann segir það heppni að engin slys hafi orðið. „Það er einskær heppni að enginn skyldi lenda þarna ofan í. Ef maður hefði hoppað á brúninni hefði þetta gefið sig,“ segir Eiður. Í Facebook-færslu Eiðs hér að ofan sýnir önnur myndanna hvernig aðkoman að holunni var. Undir niðri reyndist holan mun dýpri en hún virtist í fyrstu. Gamalt ræsi bjó til holuna Eiður segir ástæðu þess að holan myndaðist vera ræsi sem liggur undir veginn. Það sé komið til ára sinna. „Þetta kemur til af því að það er ræsi þarna undir veginum sem er að gefa sig. Vatnið tekur með sér mölina. Þegar ræsin eru orðin léleg getur þetta gerst.“ Hann segist hafa séð holumyndun undir vegum þar sem ræsi eru en holurnar hafi þó aldrei verið á stærð við þá sem um ræðir nú. „Þær eru yfirleitt bara pínulitlar og ekkert í líkingu við þetta. Það hafa alveg komið svona holur áður við ræsi en það er mjög óvanalegt að þetta sé svona stórt,“ segir Eiður. Hann telur að ræsið sé um þrjátíu ára gamalt og sé orðið úr sér gengið. „Það þarf bara að endurnýja ræsið og það verður væntanlega bara gert fljótlega,“ segir Eiður að lokum.
Djúpivogur Samgöngur Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira