Raptors og Celtics svo gott sem komin áfram | Jazz og Clipperz í forystu | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2020 09:00 Tveir af bestu leikmönnum deildarinnar mættust í nótt. Annar nældi í þrefalda tvennu en hinn gerði 36 stig og landaði dýrmætum sigri. Ashley Landis-Pool/Getty Images Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Körfubolti NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Toronto Raptors og Boston Celtics eru komin 3-0 yfir í einvígum sínum og þurfa aðeins einn sigur til viðbótar. Utajh Jazz og Los Angeles Clippers eru 2-1 yfir. Vinna þarf fjóra leiki til að fara áfram. Ríkjandi meistarar í Toronto Raptors unnu öruggan sigur á Brooklyn Nets, 117-92. Nets eru án sinna bestu manna í úrslitakeppninni, þeirra Kevin Durant og Kyrie Irving. Nái tvíeykið að stilla saman strengi sína á næsta tímabili er ljóst að liðið gerir tilkall til þess að fara lengra en aðeins í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Raptors voru 16 stigum yfir í hálfleik, 57-41, og unnu alla leikhluta leiksins. Sigurinn var meira en sanngjarn. Alls skoruðu þrír leikmenn liðsins 20 stig eða meira. Pascal Siakam var stigahæstur með 26 stig, Fed VanVleet gerði 22 og Serge Ibaka 20 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Nets var Tyler Johnson með 23 stig. Boston Celtics er einnig með sópinn á lofti gegn Philaelphia 76ers eftir 102-94 sigur í nótt. Jafnt var á flestum tölum og leikurinn nokkuð jafn frá upphafi til enda. Aðeins tveimur stigum munaði á liðunum í hálfleik, 51-49, en Celtics að lokum sterkari aðilinn og liðið komið með annan fótinn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Kemba Walker var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Þar á eftir kom Jaylen Brown með 21 stig. Hjá 76ers var Joel Embiid stigahæstur með 30 stig. Utah Jazz er komið 2-1 yfir í einvígi sínu gegn Denver Nuggets eftir að hafa unnið algjöran stórsigur í nótt. Jazz byrjaði leikinn af gífurlegum krafti og voru 11 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta leiksins. Munurinn var kominn upp í 17 stig í hálfleik, staðan þá 59-42. Jazz gerði svo einfaldlega út um leikinn í þriðja leikhluta og unnu á endanum leikinn með 37 stiga mun. Mike Conley var stigahæstur hjá Jazz með 27 stig. Rudy Gobert gerði 24 stig ásamt því að taka 14 fráköst og þá var Donovan Mitchell með 20 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić með 15 stig. Frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigri Los Angeles Clippers gegn Dallas Mavericks í síðasta leik næturinnar. Clippers unnu á endanum átta stiga sigur, 130-122. Þeir voru fjórtán stigum yfir í hálfleik en staðan hafði verið jöfn eftir fyrsta leikhluta. Clippers því komnir 2-1 yfir í einvígi liðanna. Kawhi Leonard sýndi mátt sinn og megin og var nálægt þrefaldri tvennu. Hann var stigahæstur allra á vellinum með 36 stig ásamt því að gefa átta fráköst og taka níu fráköst. Landy Shamet kom þar á eftir með 18 stig en Paul George skoraði aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Mavericks Kristaps Porziņģis óvænt stigahæstur með 34 stig ásmt því að taka 13 fráköst. Luka Dončić bauð þó upp á þrefalda tvennu en hann gerði 13 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar.
Körfubolti NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira