Bjartsýnin dvínandi fyrir veturinn á Norðurlandi Tryggvi Páll Tryggvason og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 23:11 Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Komandi vetur mun reyna á ferðaþjónustufyrirtækin á Norðurlandi að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Óvíst er hvort hægt verði að endurráða þá sem eru að ljúka sínum uppsagnarfresti um mánaðamótin. Það eru blikur á lofti í ferðamannaþjónustunni á Norðurlandi þó að ferðamannasumarið þar hafi verið fram úr björtustu vonum margra rekstraraðila, ekki síst á Akureyri. „Það gerir það að verkum að fólk hjá okkur var mjög bjartsýnt á að það yrði opið í vetur. Síðan kemur auðvitað þessi mikli skellur í síðustu viku að ferðaþjónustunni er hreinlega lokað, skellt í lás og við sjáum bæina tæmast núna,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Ferðaþjónustan á Norðurlandi treystir einmitt mjög á að sumartekjurnar teygi sig inn í haustið svo að hægt sé að fleyta sér í gegnum veturinn sem venjulega er mjög rólegur. „Þessar tekjur sem menn bjuggust þó við að fá í vetur eru farnar svo ég er hrædd um að það þurfi einhverjar björgunaraðgerðir núna eða þá að við sjáum fram á miklar breytingar á ferðaþjónustunni sagði Arnheiður. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.Stöð 2 Fjölmargir starfsmenn í ferðaþjónustunni unnu á uppsagnarfresti í sumar og fljótlega þurfa atvinnurekendur að taka ákvörðun um framhaldið. „Núna er uppsagnarfresti að ljúka hjá mörgum og það er alveg ljóst að menn geta ekki verið með starfsfólk í vinnu eins og staðan er núna.“ Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi sakni upplýsinga frá yfirvöldum um hvað taki við næstu vikur og mánuði. „Hver er stefnan, hver er langtímasýnin, hverjir eru að taka ákvarðanir og hvað er þar að baki. Það þarf samtal við okkur sem erum að reka ferðaþjónustu úti á landi,ׅ“ segir Arnheiður. Þörf sé á skýrum svörum um við hverju megi búast. „Allar svona ákvarðanir hafa mikil áhrif, mjög langt fram í tímann á kauphegðun og kaupvilja ferðamanna. Við verðum að geta svarað fyrir hvað er fram undan og hvenær við getum farið að selja eitthvað. Við getum ekki verið að kasta alltaf út önglinum og sagt við erum opin og dregið hann svo til baka. Það gengur ekki upp til lengri tíma,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent