Níu vörur Google með yfir milljarð notenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 09:00 Vísir/Getty Vörur Google sem telja yfir milljarð notenda eru nú níu talsins samkvæmt lista sem Business Insider tók saman. Og þótt vörurnar séu ókeypis fyrir notendur eru tekjurnar sem fyrirtækið halar inn stjarnfræðilegar háar á hverju ári. Því fleiri sem nota vörurnar, því betra og því lengur sem vörurnar hafa verið með milljarð eða fleiri notendur gefur góða hugmynd um hversu mikilvæg tekjulindin varan er. Listinn er meðfylgjandi. 1. Google Photos Upphaflega voru myndirnar hluti af Google+ en því var breytt árið 2015 og fjölgaði notendum gífurlega í kjölfarið. Notendafjöldi fór síðan yfir milljarð í júlí 2019. Google fær ekki tekjur af myndasafni fólks en það er sagt mikilvægur hlekkur í upplýsingaöflun um notendur. 2. Google Drive Notendur fóru yfir milljarð í júlí/ágúst árið 2018. Geymslusvæðið er ókeypis en hugmyndir Google eru að á endanum fari fólk að greiða fyrir vistun gagna. 3. Gmail Með yfir milljarð notendur frá febrúar 2016 og langvinsælasta póstforritið í heimi. Google fær tekjur fyrir Gmail með auglýsingum og fram til ársins 2017 skannaði fyrirtækið tölvupósta notenda þannig að auglýsingarnar sem þar birtust ættu hvað best. Fyrirtækið lét síðan af þeirri yfirferð en leyfir þriðja aðila enn að skanna tölvupósta gegn því skilyrði að auglýsingar sem eru birtar frá þeim í Gmail tölvupóstum, séu þá í einhverju samhengi við innihald tölvupósta. 4. Play Store Náði yfir milljarð notendur í september 2015. Play Store er ein helsta tekjulind fyrirtækisins í gegnum Android enda fær Google 30% í sölulaun af öllum tekjum þeirra appa sem fólk hleður niður í gegnum Play Store. Til að setja þetta í samhengi má nefna að árið 2019 töldu niðurhöl í Google Play 84,3 milljarða. Í gegnum Play Store selur Google líka mikið af bókum og kvikmyndum. 5. Google Maps Náði yfir milljarð notendur árið 2015. Tekjurnar fást með ýmsum leiðum. Til dæmis rukkar Google söluaðila fyrir sem eru merktir á kortum og koma upp í leit á Google Maps. 6. Chrome Náði yfir milljarði notenda í maí 2015. Google fær ekki tekjur beint af vafranum en þar er Google leitarvélin í fyrirrúmi og vafrinn því mikilvægur þeirri tekjulind. 7. Android Náði yfir milljarð notendur í júní 2014. Fyrirtækið fær tekjur af Android með ýmsum leiðum, þar einna helst í gegnum Play Store eins og áður var nefnt og með því að vera með Google leitarvélina sem aðalleitarvél Android. 8. YouTube Náði yfir milljarð notendur í mars 2013. Í fyrra tilkynnti fyrirtækið að notendafjöldinn hefði tvöfaldast frá því 2013. Fyrirtækið fær tekjur af auglýsingum en einnig þóknun af áskriftum. 9. Google leitarvélin Leitarvélin var komin með yfir milljarð notendur í maí 2011 og er enn í dag stærsta peningavél fyrirtækisins. Nýsköpun Tækni Google Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Vörur Google sem telja yfir milljarð notenda eru nú níu talsins samkvæmt lista sem Business Insider tók saman. Og þótt vörurnar séu ókeypis fyrir notendur eru tekjurnar sem fyrirtækið halar inn stjarnfræðilegar háar á hverju ári. Því fleiri sem nota vörurnar, því betra og því lengur sem vörurnar hafa verið með milljarð eða fleiri notendur gefur góða hugmynd um hversu mikilvæg tekjulindin varan er. Listinn er meðfylgjandi. 1. Google Photos Upphaflega voru myndirnar hluti af Google+ en því var breytt árið 2015 og fjölgaði notendum gífurlega í kjölfarið. Notendafjöldi fór síðan yfir milljarð í júlí 2019. Google fær ekki tekjur af myndasafni fólks en það er sagt mikilvægur hlekkur í upplýsingaöflun um notendur. 2. Google Drive Notendur fóru yfir milljarð í júlí/ágúst árið 2018. Geymslusvæðið er ókeypis en hugmyndir Google eru að á endanum fari fólk að greiða fyrir vistun gagna. 3. Gmail Með yfir milljarð notendur frá febrúar 2016 og langvinsælasta póstforritið í heimi. Google fær tekjur fyrir Gmail með auglýsingum og fram til ársins 2017 skannaði fyrirtækið tölvupósta notenda þannig að auglýsingarnar sem þar birtust ættu hvað best. Fyrirtækið lét síðan af þeirri yfirferð en leyfir þriðja aðila enn að skanna tölvupósta gegn því skilyrði að auglýsingar sem eru birtar frá þeim í Gmail tölvupóstum, séu þá í einhverju samhengi við innihald tölvupósta. 4. Play Store Náði yfir milljarð notendur í september 2015. Play Store er ein helsta tekjulind fyrirtækisins í gegnum Android enda fær Google 30% í sölulaun af öllum tekjum þeirra appa sem fólk hleður niður í gegnum Play Store. Til að setja þetta í samhengi má nefna að árið 2019 töldu niðurhöl í Google Play 84,3 milljarða. Í gegnum Play Store selur Google líka mikið af bókum og kvikmyndum. 5. Google Maps Náði yfir milljarð notendur árið 2015. Tekjurnar fást með ýmsum leiðum. Til dæmis rukkar Google söluaðila fyrir sem eru merktir á kortum og koma upp í leit á Google Maps. 6. Chrome Náði yfir milljarði notenda í maí 2015. Google fær ekki tekjur beint af vafranum en þar er Google leitarvélin í fyrirrúmi og vafrinn því mikilvægur þeirri tekjulind. 7. Android Náði yfir milljarð notendur í júní 2014. Fyrirtækið fær tekjur af Android með ýmsum leiðum, þar einna helst í gegnum Play Store eins og áður var nefnt og með því að vera með Google leitarvélina sem aðalleitarvél Android. 8. YouTube Náði yfir milljarð notendur í mars 2013. Í fyrra tilkynnti fyrirtækið að notendafjöldinn hefði tvöfaldast frá því 2013. Fyrirtækið fær tekjur af auglýsingum en einnig þóknun af áskriftum. 9. Google leitarvélin Leitarvélin var komin með yfir milljarð notendur í maí 2011 og er enn í dag stærsta peningavél fyrirtækisins.
Nýsköpun Tækni Google Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira