LeBron eftir leikinn í nótt: Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum skíthrædd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:00 LeBron James í leik Los Angeles Lakers á móti Portland Trail Blazers í nótt. Getty/Kevin C. Cox Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafði fulla ástæðu til að gleðjast eftir frábæra frammistöðu og stórsigur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en svo var þó ekki. LeBron James og félagar heiðruðu Kobe Bryant með besta mögulega hætti eða með því að rúlla yfir Portland Trail Blazers og komst í 3-1 í einvígi þar sem þarf að vinna fjóra leiki. LeBron James átti annan stórleikinn í röð og var núna með 30 stig og 10 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum. Eftir leik var kappinn tekinn í viðtal en hann var að hugsa um annað en körfubolta. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum og þá var hann líka búinn að fá fréttirnar af því þegar óvopnaður blökkumaður að nafni Jacob Blake var skotinn mörgum sinnum af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki. LeBron James speaks on the Lakers win, Kobe Bryant and Jacob Blake. pic.twitter.com/5zDmCkSf3D— SportsCenter (@SportsCenter) August 25, 2020 „Ég get ekki notið sigurs í úrslitakeppninni núna sem er mjög leiðinlegt,“ sagði LeBron James. LeBron James talaði um skotárásina en vegna hennar hafa orðið mótmæli víða í Bandaríkjunum. Jacob Blake var skotinn í bakið þegar hann hallaði sér inn í bílinn sinn þar sem sátu börnin hans þrjú. „Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum hrædd. Svartir menn, svartar konur, svört börn. Við erum, við erum skíthrædd,“ sagði LeBron James. Það tók líka á að spila á Kobe Bryant deginum en Lakers liðið lék í sérstökum Mamba búningum. LeBron James becomes the first @Lakers player with 30+ points and 10+ assists in an NBA Playoffs game since Kobe Bryant (May 25, 2010). pic.twitter.com/TjAeQ6Ub5T— NBA.com/Stats (@nbastats) August 25, 2020 NBA Bandaríkin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James hafði fulla ástæðu til að gleðjast eftir frábæra frammistöðu og stórsigur í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en svo var þó ekki. LeBron James og félagar heiðruðu Kobe Bryant með besta mögulega hætti eða með því að rúlla yfir Portland Trail Blazers og komst í 3-1 í einvígi þar sem þarf að vinna fjóra leiki. LeBron James átti annan stórleikinn í röð og var núna með 30 stig og 10 stoðsendingar á aðeins 28 mínútum. Eftir leik var kappinn tekinn í viðtal en hann var að hugsa um annað en körfubolta. Leikurinn fór fram á Kobe Bryant deginum og þá var hann líka búinn að fá fréttirnar af því þegar óvopnaður blökkumaður að nafni Jacob Blake var skotinn mörgum sinnum af lögreglumönnum í Kenosha í Wisconsin fylki. LeBron James speaks on the Lakers win, Kobe Bryant and Jacob Blake. pic.twitter.com/5zDmCkSf3D— SportsCenter (@SportsCenter) August 25, 2020 „Ég get ekki notið sigurs í úrslitakeppninni núna sem er mjög leiðinlegt,“ sagði LeBron James. LeBron James talaði um skotárásina en vegna hennar hafa orðið mótmæli víða í Bandaríkjunum. Jacob Blake var skotinn í bakið þegar hann hallaði sér inn í bílinn sinn þar sem sátu börnin hans þrjú. „Við svarta fólkið í Bandaríkjunum erum hrædd. Svartir menn, svartar konur, svört börn. Við erum, við erum skíthrædd,“ sagði LeBron James. Það tók líka á að spila á Kobe Bryant deginum en Lakers liðið lék í sérstökum Mamba búningum. LeBron James becomes the first @Lakers player with 30+ points and 10+ assists in an NBA Playoffs game since Kobe Bryant (May 25, 2010). pic.twitter.com/TjAeQ6Ub5T— NBA.com/Stats (@nbastats) August 25, 2020
NBA Bandaríkin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira