Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:46 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira