Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:46 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira