Myndi ekki líta svo á að maðurinn í Hong Kong hafi sýkst öðru sinni Andri Eysteinsson skrifar 25. ágúst 2020 13:30 Magnús Gottfreðsson segist ekki líta svo á að maðurinn hafi sýkst aftur af kórónuveirunni þó að hana hafi verið að finna í nefkoki. Vísir/Sigurjón Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira
Greint var frá því í gær að rannsakendur í Hong Kong hafi komist að því að maður á fertugsaldri hafi sýkst af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í tvígang og að um væri að ræða fyrsta staðfesta tilfelli endursýkingar veirunnar. Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir segir nokkrar spurningar vakna við fréttirnar frá Hong Kong. „Bæði hvort að þetta sé yfirhöfuð rétt greining og hvort það hafi tekist að staðfesta þetta með óyggjandi hætti. Að það sé ekki einhver víxlun á sýnum eða eitthvað slíkt sem kann að hafa átt sér stað," segir Magnús í samtali við Vísi. Þá segir hann það miklu skipta þegar fregnirnar eru skoðaðar að maðurinn hafi verið einkennalaus en New York Times greindi frá því að maðurinn, sem er á fertugsaldri, hafi upphaflega sýkst í vor og sýndi þá lítil einkenni en engin nú í seinna skiptið þegar veiran fannst í sýni. „Auðvitað vaknar spurningin hver er þýðing þessarar niðurstöðu. Að þú finnir erfðaefni af veiru, einhverja búta þess án klínískra einkenna og veikinda hjá viðkomandi. Það vekur spurningar um hvað þetta geti sagt manni. Í mínum huga segir þetta manni lítið sem ekkert," segir Magnús. „Í versta falli getur þetta orðið til þess að vekja óþarfa áhyggjur hjá fólki að það geti fengið alvarlegan sjúkdóm endurtekið,“ segir Magnús og bætir við að þetta staka tilfelli segi það ekki. „Þvert á móti fékk maðurinn mjög væg einkenni þegar hann veiktist fyrst og engin einkenni í seinna skiptið.“ Magnús segir það almennt gilda í smitsjúkdómafræðunum að fólk smitist ekki aftur þannig að í versta falli sé um að ræða mjög sjaldgæfa undantekningu. New York Times ræddi við ónæmisfræðing hjá Yale háskólanum, Akiko Iwasaki, og sagði hún að niðurstöðurnar sýndu skólabókardæmi um virkni ónæmiskerfisins. Þó að ekki hafi verið komið í veg fyrir að veiran finnist í líkama mannsins hafi það komið í veg fyrir sjúkdóminn sem henni gæti fylgt. Sýnatökur hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Vilhelm Maðurinn sem um ræðir var nýkominn úr ferðalagi og segir Magnús það vel geta verið að hann hafi komist í tæri við veiruna á ferðalaginu. Þó hún finnist í nefkoki líti hann ekki á að um endursýkingu sé að ræða. „Ég myndi einmitt alls ekki líta svo á að hann sé að sýkjast í annað skiptið, veiran finnst á yfirborði slímhúðar í nefkoki en maðurinn er hraustur og það er þá væntanlega vegna þess að hann hefur ágætis ónæmissvar frá fyrri sýkingu. Þetta er kallað sýklun, þegar fólk fær örverur á slímhúðaryfirborð en þessir sýklar eru ekki til vandræða og valda ekki sjúkdómi né einkennum." Hægt sé að finna óvæntustu sýkla og örverur á yfirborði slímhúðar ef grannt er leitað. Slíkt sé þekkt í fræðunum. „Lykilatriði í þessu er að maðurinn veiktist ekki neitt og það er það sem málið snýst um. Okkar eltingaleikur við þessa veiru snýst um það að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll," sagði Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir í samtali við Vísi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Sjá meira