Formaður KSÍ segir gagnrýni Rúnars ósanngjarna Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2020 14:45 Guðni Bergsson og hans fólk hjá KSÍ hefur haft í nógu að snúast undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. mynd/skjáskot Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir. KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira