Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2020 17:54 Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates. visir/vilhelm Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Sjá meira