Vilja 10 milljóna sekt fyrir okur á hættustundu Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 06:11 Inga Sæland formaður Flokks Fólksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, Guðmundur Ingi Kristjánsson þingmaður flokksins er meðflutningsmaður. Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér. Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Flokkur fólksins vill að ríkisslögreglustjóra verði gefin heimild til að ákveða hámarkssöluverð eða hámarksálagningu á vörum, fari svo að eftirspurn á þeim aukist verulega eða framboð þeirra dragist saman vegna hættuástands. Flokkurinn leggur jafnframt til að hver sá sem á „hættustundu okrar á neytendum í viðskiptum með nauðsynjavörum“ skuli sektaður um allt að 10 milljónir króna eða sæta fangelsi í þrjá mánuði. Í greinargerð með lagafrumvarpi flokksins er dæmi tekið af yfirstandandi kórónuveirufaraldri. Dæmi séu um að verð á sóttvarnavörum, grímum, sótthreinsispritti og fleiru hafi hækkað verulega - „og að óprúttnir aðilar hafi hamstrað til sín slíkar vörur á fyrri stigum faraldursins í gróðavon.“ Það sé hins vegar ótækt að mati flokksins að efnaminna fólk geti ekki fylgt sóttvarnareglum vegna verðhækkana á nauðsynlegum sóttvarnabúnaði. Þess vegna kveður lagafrumvarpi þeirra Ingu Sæland og Guðmundar Inga Kristjánssonar jafnframt á um að tryggja öllum aðgang að sóttvarnabúnaði sem talinn er nauðsynlegur til þess að framfylgja sóttvarnalögum. „Þannig vaknar jákvæð skylda hjá hinu opinbera til að tryggja aðgang að þeim vörum sem almenningur þarf að nota til að ná fram áhrifum sóttvarnaaðgerða,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Ríkislögreglustjóri velji vörurnar Hið opinbera hefur þegar heimild í almannavarnalögum til að hlutast til um sölu og dreifingu á því sem teljast nauðsynjar. Flokkur fólksins telur heimildina barn síns tíma og óskýra, eðlilegra sé að beina spjótum að einkareknum fyrirtækjum frekar en að hið opinbera gefi út fyrirmæli sem komi í veg fyrir okur. Flokkurinn leggur þannig til að ríkislögreglustjóra verði veitt sérstök heimild „til að koma í veg fyrir okur á tilteknum vörum á tímum hættuástands þegar eftirspurn eftir þeim vörum eykst til muna eða verulega dregur úr framboði.“ Ríkislögreglustjóri ákveði jafnframt sjálfur hvaða vörur um ræðir. Til þess að tryggja „bann við okri,“ ýmist með því að hækka söluverð eða álagningu, telur flokkurinn nauðsynlegt að taka upp refsingar sem hafa fælingarmátt. Leggur hann því til að sett verði í lög um almannavarnir sektarákvæði og að sektir vegna brots geti numið allt að 10 milljónum króna. Okur verði jafnframt skilgreint sem „hækkun á vöruverði án málefnalegra ástæðna eða aðeins vegna þess að eftirspurn hefur aukist.“ Lagafrumvarp Flokks fólksins, sem felur í sér breytingar á lögum um almannavarnir, sóttvarnir og hegningarlögum, má nálgast hér.
Almannavarnir Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira