Ver frelsi til að vera berbrjósta í sólbaði Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 07:53 Sífellt færri konur kjósa að fara í sólbað berbrjósta og er iðjan fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Getty Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna. Frakkland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna.
Frakkland Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira