Íslensk jarðarber og hindber slá í gegn hjá neytendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 19:30 Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira