Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi. Um þingstubb er að ræða áður en 151. löggjafarþing verður sett þann 1. október. Útsendingu frá þingfundi dagsins má nálgast hér að neðan.
Að neðan má sjá myndir frá Alþingi í morgun.
Á fundi dagsins mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja Alþingi munnlega skýrslu um stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Í kjölfarið verða umræður um skýrsluna.
Eftir skýrsluumræðuna mun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mæla fyrir tillögu um breytta fjármálastefnu fyrir árin 2018 til 2022. Þingið mun síðan ræða fjármálastefnuna og ýmis kórónuveirutengd mál næstu daga.
Efnahags- og viðskiptanefnd sendi beint út frá fjarfundi sínum með seðlabankastjóra. Þar fór Ásgeir Jónsson m.a. yfir skýrslu Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020. Spóli fólk til baka í spilaranum má fylgjast með þeim fundi.
Sem fyrr segir hefst þingfundur dagsins klukkan 10:30.