Pepsi Max Stúkan: Verður ekki vont fyrir þjóðarstoltið eins og hjá KR-ingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Kristinn Steindórsson og félagar í Breiðabliki eru að spila í Noregi í dag. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna í vikunni en þrjú íslensk lið spila Evrópuleiki í dag. Íslandsmeistarar KR fóru illa út úr leik sínum á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og fengu líka aðeins að heyra það frá Stúkumönnum. KR tapaði leiknum 6-0 og átti ekki möguleika frá fyrstu mínútu leiksins. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni byrjuðu á því að fara yfir frammistöðu KR á móti Celtic þar sem Íslandsmeistararnir steinlágu 6-0. Hin þrjú liðin sem keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar verða öll í beinni á sportstöðvunum í dag. Erfitt að horfa á þetta Það var sárt fyrir Sigurvin Ólafsson að horfa upp á þetta. „Celtic menn voru kannski ágætir en KR-ingar voru arfaslakir í þessum leik. Það var erfitt að horfa á þetta, sagði Sigurvin og Guðmundur Benediktsson greip fram í: „Þetta var vont fyrir þjóðarstoltið og rembinginn í manni, sagði Guðmundur. „KR-ingar eru rosa fínir á sínu tempói hérna í Pepsi Max deildinni en ég held að þetta lið sé ekki líklegt til neinna stórræða í einni einustu Evrópukeppni. Ég held að við eigum eftir að sjá Víkingana og Blikana gera töluvert betur en við sáum KR-ingana gera,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Hvaða kröfur getum við sett á þessi lið í dag“ spurði Guðmundur Benediktsson þegar kom að umfjölluninni um lið FH, Breiðabliks og Víkings sem verða í eldlínunni í dag. „Ég held að bæði Víkingar og Blikar geti boðið andstæðingum sínum upp á leik. Ég hef alveg trú á því en Blikar þurfa samt að eiga þá mjög góðan leik á móti Rosenborg til að gera. Ég er samt ekki búinn að fylgjast mikið með Olimpija Ljubljana liðinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Heitasta liðið í Slóvakíu „FH-ingarnir eiga að geta farið í gegnum sitt verkefni og ég hef trú á því að þeir geri það þótt að lið sé nú heitasta liðið í Slóvakíu. Þetta er því svolítið vandasamt verkefni en þeir eiga alveg að geta klárað þetta,“ sagði Þorkell Máni. „Svo er líka pæling nú þegar liðinu eru farin að spila svona þétt. Eru lið að fara að leggja allt í sölurnar,“ spurði Sigurvin Ólafsson og Máni var fljótur að svara. „Það eru 25 milljónir fyrir að komast áfram og þú hlýtur að vilja fá það ,“ sagði Máni og Guðmundur Benediktsson benti síðan á að íslensku liðin mega ekki spila um helgina útaf vinnusóttkvínni og eru því að fara í vikufrí. „Leikjunum þeirra um næstu helgi á eftir verður líka frestað ekki nema við ákveðum allt í einu að opna landið. Ég efast um það að þeir geti breytt reglunum aftur núna. Það myndi ekki fara vel í mína menn í Vesturbænum ef þeir gerðu það,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Það er vonandi að við sjáum einhverjar jafnari rimmur því það er pínulítið bjánalegt að vera alltaf að fagna og hrósa mönnum fyrir Evrópusætin og svo eru þær ferðir bara erfiðar,“ spurði Sigurvin Ólafsson. Fáum að horfa á fullt af Evrópubolta Máni sjá smá tækifæri til að skjóta aftur á KR-inga. „Það er alveg eins hægt að sleppa því að fara í Evrópukeppnir ef þar á að fara niðurlægja þjóðina. Við vissum samt alltaf að KR-ingarnir voru ekki að fara í gegnum Celtic en Stjarnan fór þangað 2015 og tapaði 2-0,“ sagði Máni. „Við verðum að vona það besta og við fáum alla vega að horfa á fullt af Evrópubolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Það má finna alla umfjöllun þeirra um Evrópuleikina hér fyrir neðan. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö. Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50. Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klippa: Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna Evrópudeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna í vikunni en þrjú íslensk lið spila Evrópuleiki í dag. Íslandsmeistarar KR fóru illa út úr leik sínum á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar og fengu líka aðeins að heyra það frá Stúkumönnum. KR tapaði leiknum 6-0 og átti ekki möguleika frá fyrstu mínútu leiksins. Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni byrjuðu á því að fara yfir frammistöðu KR á móti Celtic þar sem Íslandsmeistararnir steinlágu 6-0. Hin þrjú liðin sem keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar verða öll í beinni á sportstöðvunum í dag. Erfitt að horfa á þetta Það var sárt fyrir Sigurvin Ólafsson að horfa upp á þetta. „Celtic menn voru kannski ágætir en KR-ingar voru arfaslakir í þessum leik. Það var erfitt að horfa á þetta, sagði Sigurvin og Guðmundur Benediktsson greip fram í: „Þetta var vont fyrir þjóðarstoltið og rembinginn í manni, sagði Guðmundur. „KR-ingar eru rosa fínir á sínu tempói hérna í Pepsi Max deildinni en ég held að þetta lið sé ekki líklegt til neinna stórræða í einni einustu Evrópukeppni. Ég held að við eigum eftir að sjá Víkingana og Blikana gera töluvert betur en við sáum KR-ingana gera,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Hvaða kröfur getum við sett á þessi lið í dag“ spurði Guðmundur Benediktsson þegar kom að umfjölluninni um lið FH, Breiðabliks og Víkings sem verða í eldlínunni í dag. „Ég held að bæði Víkingar og Blikar geti boðið andstæðingum sínum upp á leik. Ég hef alveg trú á því en Blikar þurfa samt að eiga þá mjög góðan leik á móti Rosenborg til að gera. Ég er samt ekki búinn að fylgjast mikið með Olimpija Ljubljana liðinu,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Heitasta liðið í Slóvakíu „FH-ingarnir eiga að geta farið í gegnum sitt verkefni og ég hef trú á því að þeir geri það þótt að lið sé nú heitasta liðið í Slóvakíu. Þetta er því svolítið vandasamt verkefni en þeir eiga alveg að geta klárað þetta,“ sagði Þorkell Máni. „Svo er líka pæling nú þegar liðinu eru farin að spila svona þétt. Eru lið að fara að leggja allt í sölurnar,“ spurði Sigurvin Ólafsson og Máni var fljótur að svara. „Það eru 25 milljónir fyrir að komast áfram og þú hlýtur að vilja fá það ,“ sagði Máni og Guðmundur Benediktsson benti síðan á að íslensku liðin mega ekki spila um helgina útaf vinnusóttkvínni og eru því að fara í vikufrí. „Leikjunum þeirra um næstu helgi á eftir verður líka frestað ekki nema við ákveðum allt í einu að opna landið. Ég efast um það að þeir geti breytt reglunum aftur núna. Það myndi ekki fara vel í mína menn í Vesturbænum ef þeir gerðu það,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Það er vonandi að við sjáum einhverjar jafnari rimmur því það er pínulítið bjánalegt að vera alltaf að fagna og hrósa mönnum fyrir Evrópusætin og svo eru þær ferðir bara erfiðar,“ spurði Sigurvin Ólafsson. Fáum að horfa á fullt af Evrópubolta Máni sjá smá tækifæri til að skjóta aftur á KR-inga. „Það er alveg eins hægt að sleppa því að fara í Evrópukeppnir ef þar á að fara niðurlægja þjóðina. Við vissum samt alltaf að KR-ingarnir voru ekki að fara í gegnum Celtic en Stjarnan fór þangað 2015 og tapaði 2-0,“ sagði Máni. „Við verðum að vona það besta og við fáum alla vega að horfa á fullt af Evrópubolta,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. Það má finna alla umfjöllun þeirra um Evrópuleikina hér fyrir neðan. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarétt frá öllum þremur leikjunum sem verða þar með sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar tvö. Fyrsti leikur dagsins er leikur slóvenska liðsins Olimpija Ljubljana og Víkinga sem hefst klukkan 16.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Hálftíma seinna hefst síðan leikur norska félagsins Rosenborg og Breiðabliks í Þrándheimi en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 16.50. Þriðji og síðasti leikur dagsins er síðan leikur FH og slóvakíska félagsins Dunajska Streda sem hefst klukkan 17.15 í Kaplakrika og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Klippa: Strákarnir í Pepsi Max Stúkunni ræddu Evrópukeppnir íslensku liðanna
Evrópudeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira