Víkingar hafa beðið í 48 ár eftir fyrsta Evrópusigrinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 15:00 Víkingar enduðu 48 ára bið með því að vinna Mjólkurbikarinn í fyrra. Vísir/Vilhelm Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu Evrópudeild UEFA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Sextán íslensk félagslið hafa tekið þátt í Evrópukeppni karlaliða í knattspyrnu og fjórtán þeirra hafa unnið leik. Annað liðanna sem aldrei hefur unnið fær tækifæri til að bæta úr því í kvöld. ÍBA er annað tveggja íslenskra félaga sem hefur aldrei unnið Evrópuleik. Það eru hins vegar meira en fjórir áratugir síðan að KA og Þór hættu að keppa undir merkjum ÍBA. Hitt félagið er Víkingur úr Reykjavík sem spilar sinn þrettánda Evrópuleik í Slóveníu í dag. Leikur Olimpija Ljubljana og Víkings hefst klukkan 16.30 á í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. View this post on Instagram Á morgun heldur mfl karla til Slóveníu þar sem þeir spila í 1.undankeppni Evrópudeildarinnar gegn Olimpija Ljubljana. Leikurinn fer fram á fimmtudaginn. Af þessu tilefni keyptu strákarnir sér ferðaboli sem eru til styrktar samtakanna Einstök börn #einstökbörn #VIKINGURFC #áframvíkingur #Eutovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 25, 2020 at 1:56am PDT 12. september 1972 spiluðu Víkingar sinn fyrsta Evrópuleik þegar pólska liðið Legia frá Varsjá heimsótti þá á Laugardalsvöllinn. Legia Varsjá vann leikinn 2-0 og síðan seinni leikinn 9-0 í Póllandi tveimur vikum síðar. Víkingar hafa spilað tíu Evrópuleiki til viðbótar en þeir eru enn að bíða eftir fyrsta Evrópusigrinum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, þekkir það reyndar að enda langar biðir hjá félaginu. Bikarmeistaratitilinn í fyrra var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár og fyrsti bikarmeistaratitill félagsins í 48 ár. Víkingar hafa oft tapað naumlega í Evrópukeppnunum og í síðasta Evrópuleik liðsins, fyrir fimm árum síðan, þá gerði liðið 2-2 jafntefli á móti Koper út í Slóveníu. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á heimavelli sem á var ellefti tapleikur Víkinga í röð í Evrópukeppni. Víkingar hafa reyndar verið duglegir að skora á útivelli í Evrópukeppni sem boðar gott fyrir kvöldið. Víkingar hafa þannig skorað sjö mörk í síðustu fjórum útileikjum sínum. View this post on Instagram Lentir i Ljubljana #vikingur #eurovikes A post shared by Víkingur FC (@vikingurfc) on Aug 26, 2020 at 4:36am PDT Eftirminnilegasti leikur Víkinga í Evrópukeppni er líklega sá á móti spænska liðinu Real Sociedad í Evrópukeppni meistaraliða haustið 1982 en sama haust vann Víkingsliðið sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Víkingar töpuðu fyrri leiknum 1-0 á Laugardalsvellinum en komust á annarri mínútu í útileiknum. Real Sociedad svaraði með þremur mörkum og vann á endanum 3-2 sigur. Þetta Real Sociedad fór síðan alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið datt út á móti verðandi meisturum í Hamburger SV frá Þýskalandi. Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópuleikir Víkinga Evrópukeppni bikarhafa 1972-73 Tveir tapleikir á móti Legia Varsjá frá Póllandi UEFA-bikarinn 1981-82 Tveir tapleikir á móti Bordeaux frá Frakklandi Evrópukeppni meistaraliða 1982-83 Tveir tapleikir á móti Real Sociedad frá Spáni Evrópukeppni meistaraliða 1983-84 Tveir tapleikir á móti Rába ETO Győr frá Ungverjalandi Meistaradeild Evrópu 1992-93 Tveir tapleikir á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi Evrópudeild Evrópu 2015-16 Eitt tap og eitt jafntefli á móti FC Koper frá Slóveníu
Evrópudeild UEFA Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira