„Væri stórt fyrir félagið að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 14:14 Óttar Magnús Karlsson hefur skorað níu mörk í ellefu leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/daníel Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Víkingur mætir Olimpija Ljubljana í dag í fyrsta Evrópuleik sínum í fimm ár. Leikurinn er í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Við erum bara inni á herbergi að slaka á,“ sagði Óttar Magnús Karlsson, markahæsti leikmaður Víkings á tímabilinu, þegar blaðamaður Vísis sló á þráðinn til hans í dag. Ferðalag Víkinga er stutt og vegna kórónuveirufaraldursins þurfa leikmenn að mestu að halda sig innandyra. „Við fáum rétt svo að fá okkur ferskt loft en annars er ætlast til þess að við séum á hótelinu. Það er bara eins og það er,“ sagði Óttar. „Við fórum með morgunflugi í gær og æfðum á vellinum seinni partinn í gær. Svo förum við bara aftur heim eftir leikinn í kvöld.“ Lentir í Ljubljana pic.twitter.com/WpHB5GudPI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 #EuroVikes mættir á æfingu! pic.twitter.com/T86b5IZyAI— Víkingur FC (@vikingurfc) August 26, 2020 Óttar segir að Víkingar mæti nokkuð bjartsýnir til leiks í dag þótt þeir séu meðvitaðir um að verkefnið sé krefjandi. „Ef við hittum á góðan dag eigum við möguleika. Þetta verður klárlega erfiður leikur,“ sagði Óttar. Óvissa með leikform andstæðinganna Undirbúningur Olimpija Ljubljana fyrir leikinn hefur vægast sagt verið skrautlegur en leikmannahópur liðsins þurfti að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn þess greindust með kórónuveiruna. „Það hafa orðið einhverjar breytingar á leikmannahópi þeirra og þeir hafa ekki spilað eða æft í einhvern tíma út af smitum. Þetta er mjög sterkt lið og þetta verður hörkuleikur en við vitum ekki alveg hvernig þeir standa varðandi leikform. Það kemur í ljós,“ sagði Óttar. Víkingar unnu sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með því að verða bikarmeistarar í fyrra.vísir/bára Vegna kórónuveirufaraldursins hefur fyrirkomulaginu í Evrópudeildinni verið breytt. Nú er bara einn leikur í hverri umferð forkeppninnar í stað tveggja áður. En gefur það Víkingi aukna möguleika? „Það er erfitt að segja en möguleika er það svo. Ég hef s.s. lítið pælt í því. Maður reynir bara að gera það besta úr stöðunni,“ sagði Óttar. Þetta verður veisla Víkingur hefur ekki enn unnið Evrópuleik í sögu félagsins. Óttar segir að stefnan sé sett á að breyta því í Ljubljana í dag. „Það eru komin nokkur ár síðan við spiluðum síðast í Evrópukeppni og það væri stórt fyrir félagið og okkur í liðinu að vinna. Það er góð stemmning í hópnum og ég skynja það þannig að menn séu til í slaginn. Þetta verður bara veisla,“ sagði Óttar. Leikur Olimpija Ljublana og Víkings hefst klukkan 16:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn