Konan sem slapp við kreppuna Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur skrifar 27. ágúst 2020 13:30 Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Á heimilum þar sem nú eru áhyggjur eftir atvinnumissi eða rekstrarvanda þá fara þær ekki fram hjá börnunum. Í kreppunni 2008 átti ég samtal við litlu dóttur mína eftir að við höfðum farið í bankann einn daginn og rákumst þar á mömmu leikfélaga hennar. Við spjölluðum við konuna stutta stund og dóttir mín deildi með henni helstu tíðindum úr sínu lífi þann daginn, að hún hefði farið í sund og að hana langaði í pylsu eftir sundið. Eftir að við vorum komnar heim sagði hún: „Það er gott að Íslandsbanki fór ekki á hausinn og mamma hans Arnars missti ekki vinnuna.“ Dóttirin virtist fanga alvöru ástandsins og um leið gleðjast yfir því að mamma vinar hennar hefði sloppið við að missa vinnuna og ég fann um leið að ég átti erfitt með að segja henni frá því að þessi banki hefði alls ekki sloppið alveg við það að fara á hausinn. Þess í stað tók ég undir með dóttur minni, sagði að það væri gott að mamma hans Arnars hefði ekki misst vinnuna, eins og margir gerðu því miður á þessum tíma. Dóttirin svaraði hugsi: „Já, því þá hefði hún örugglega fengið kreppuna“.Í hennar huga fengu þeir kreppuna sem misstu vinnuna. Mér fannst það nokkuð góð hugsun hjá litlu barni. Árið 2020 er eðli kreppunnar einmitt dálítið á þessa leið. Þetta er atvinnuleysiskreppa. Kostnaður við efnahagsáfallið vegna kórónuveirunnar leggst mjög ójafnt á samfélagið. Fyrri kreppur hér innanlands hafa oftast birst í veikingu krónu og verðbólgu, sem hefur í för með sér að kaupmáttur okkar flestra rýrnar. Nú kemur efnahagslegt áfall hins vegar fram með ójafnari hætti. Eftirspurnin hvarf alfarið á ákveðnum sviðum og þetta áfall skall á með litlum fyrirvara. Þegar eftirspurn hverfur alfarið á ákveðnum sviðum hefur það dramatísk og afgerandi áhrif á fyrirtæki og fólk í þeim atvinnugreinum en aðrir í samfélaginu finna minna og jafnvel lítið fyrir efnahagslega áfallinu. Þetta eðli áfallsins núna skýrir kannski að vissu leyti að sumir upplifa ástandið sem kórónuveiran hefur framkallað sem tækifæri til að endurmeta og endurskoða lífshætti á meðan aðrir búa við nagandi fjárhags- og afkomuáhyggjur. Kaupmáttur þeirra sem ekki hafa áhyggjur af atvinnumálum hefur í mörgum tilvikum batnað og kostnaður vegna húsnæðislána lækkað. Fólk í ferðaþjónustu, fólk í menningu og listum, ungt fólk og aðrir hópar hafa á sama tíma hins vegar orðið harkalega fyrir barðinu á efnahagslegum afleiðingum veirunnar. Það er þess vegna mikill ókostur að stjórnvöldum hafi ekki tekist að tala til þjóðarinnar þannig að samstaðan og samhugurinn sem einkenndi okkar fyrstu skref gegn veirunni hafi sömuleiðis verið leiðarljósið um efnahagslegar afleiðingar þessa áfalls. Sameiginlegur óvinur er hin bráðsmitandi og skæða veira, en ekki fólk í öðrum atvinnugreinum. Umræðan hefur hins vegar dálítið þróast út í andstæðar fylkingar um afstöðu til reglna á landamærum. Ný framlögð fjármálastefna ríkisstjórnarinnar mun við fyrstu sýn ekki gera annað en að draga dálítið úr efnahagslega áfallinu. Þar er vitaskuld margt gert en stefnan speglar samt ekki þá trú stjórnvalda að við séum að glíma við tímabundið ástand, sem allar líkur eru samt til þess að sé reyndin. Skrefin eru of lítil og taktur stjórnarinnar er of hægur. Tímabundið efnahagslegt högg réttlætir sterk viðbrögð af hálfu stjórnvalda og að gripið sé inn hratt. Nú hefði verið lag að leggja fram áætlun sem gæti raunverulega lyft eftirspurn innanlands og dregið verulega úr atvinnuleysi. Væntingar eru gjarnan lykilorð um hvernig við upplifum árangur. Nú skiptir máli að við séum öll saman um það að takast á við tímabundið efnahagslegt áfall, sem bítur okkur mjög misjafnlega hart. Og það þarf að gefa fólki, fyrirtækjum og þeim greinum atvinnulífsins sem eiga erfitt væntingar og von, um að ástandið sé tímabundið. Stjórnvöld eiga að lýsa því markvisst yfir með stefnunni að eftir að þessu erfiða ástandi linnir þá ætlum við að halda áfram. Verði niðurstaðan 10% atvinnuleysi í lok árs, eins og spár gera ráð fyrir, mun það hafa gífurleg áhrif á eftirspurn innanlands, sem ýtir síðan undir enn frekara atvinnuleysi. Fólk á lægstu bótum mun einfaldlega ekki hafa ráð á því að taka þátt í samfélaginu, með öllum þeim neikvæðu áhrifum sem það hefur á persónulegt líf fólks og samfélagið allt. Viðreisn hefur lagt ríka áherslu á fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf. Með því að auðvelda fólki að skapa sér sjálft tækifæri og tekjur, með lækkun álaga á vinnuveitendur og með fókus á menntun og nýsköpun. Við ætlum að komast í gegnum þetta saman og þurfum að gefa þeim sem fá kreppuna væntingar um að ástandið sé tímabundið og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að milda höggið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar