Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:40 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að mikilvægt sé að hækka atvinnuleysisbætur á tímum efnahagsþrenginga. Hún segir útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast meira á næstu mánuðum en fjölgun starfa. Vísir/vilhelm Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“ Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Um atvinnuleysisbætur var fjallað á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis með Ásgeiri Jónssyni, seðlabankastjóra, og Gunnari Jakobssyni, varaseðlabankastjóra, fjármálastöðugleika í morgun. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd, bað Ásgeir um álit hans á hækkun atvinnuleysisbóta en í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Ásgeiri að hækkun atvinnuleysisbóta gæti leitt til þess að atvinnuleysi dragist á langinn. Almenna reglan sé sú að hækkun bóta geti dregið úr eftirspurn eftir störfum. Ásgeir svaraði því til á fundinum að Seðlabankinn tæki ekki afstöðu til upphæðar atvinnuleysisbóta en að ríkisstjórnin hafi stigið rétt skref með framlengingu á tekjutengdum bótum. Sjá nánar: Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Hann sagði að hækkun bóta gæti orðið til þess að atvinnuleysi verði þrálátara og að „vilji til atvinnusóknar minnki,“ einkum hjá ungu fólki. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra og nefndarmaður í fjármála- og efnahagsnefnd er ósammála röksemdarfærslu Ásgeirs. Hún vill hækka bætur til að aðstoða heimilin en einnig til auka eftirspurn í hagkerfinu. Fréttastofa ræddi við Oddnýju í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Því miður held ég að það verði þannig - og að menn séu sammála um það - að atvinnuleysi muni aukast hraðar á næstu vikum heldur en fjölgun starfa. Þess vegna finnst mér mikilvægt að beina sjónum að efnahagi heimilanna. […] Við erum algjörlega ósammála um að það skipti máli að skapa neyð á heimilum atvinnulausra.“ Oddnýju finnst þessi sjónarmið ekki eiga við, sérstaklega ekki á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. „Þegar stærsta atvinnugreinin okkar er í stórkostlegum vanda og atvinnulausir hafa í ekkert að sækja.“ Meiri kostnaður til lengri tíma að gera ekki neitt Hún kveðst hafa þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála, einkum á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi hefur aukist hratt vegna veirunnar. „Ein af hverjum fimm konum ganga atvinnulausar á Suðurnesjum. Það er augljóst að efnahagslegt áfall heimila er mikið. Ef við höldum atvinnulausum í svona miklum vanda til lengri tíma þá mun það skapa kostnað; félagslegan og heilsufarslegan kostnað til lengri tíma. Við eigum ekki að horfa á það sem fer út úr ríkissjóði nákvæmlega núna og á næstu vikum heldur fremur á það sem mun fara út úr ríkissjóði ef við gerum ekkert.“ Oddný segir að það sé reginmunur á atvinnuleysi í kreppu og atvinnuleysi í góðæri. Hið fyrrnefnda sé mun alvarlegra. „Þegar atvinnuleysi er í góðæri þá gætu þau rök hugsanlega staðist að atvinnuleysisbætur eigi ekki að vera háar en í þessari kreppu sem við erum að fara í gegnum er nauðsynlegt að mæta efnahagsvanda heimilanna núna strax. Annars mun það valda kostnaði; heilsufarslegum, félagslegum, efnahagslegum inn í framtíðina.“
Vinnumarkaður Suðurnesjabær Seðlabankinn Félagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07 Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44 Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hærri atvinnuleysisbætur dragi úr eftirspurn í störf Seðlabankastjóri tekur í sama streng og fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins í umræðunni um hækkun atvinnuleysisbóta. 27. ágúst 2020 09:07
Bein útsending: Þingstubburinn hefst Alþingi kemur aftur saman í dag eftir sumarleyfi 27. ágúst 2020 09:44
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05