Umfjöllun: Rosenborg - Breiðablik 4-2 | Slæmur kafli í upphafi varð Blikum að falli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2020 19:05 Viktor Karl skoraði frábært mark fyrir Breiðablik í dag. Vísir/Bára Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg frá Þrándheimi í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. Aðeins er einn leikur í hverju einvígi að þessu sinni og Evrópuævintýri Blika í ár því lokið. Heimamenn máttu vart horfa á markið í upphafi leiks án þess að boltinn endaði í netinu. Þeir voru komnir 4-0 yfir eftir 29. mínútna leik en lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar gáfust aldrei upp og spiluðu á köflum glimrandi fótbolta í dag. Gangur leiksins Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu leikinn allt í lagi en Rosenborg setti tóninn strax í fyrstu sókn sinni í leiknum. Markamaskínan Torgeir Børven fékk sendingu inn í teig frá Kristoffer Zachariassen og tókst að skófla boltanum með hægri fæti í gegnum varnarmann Blika nánast og fram hjá Antoni Ara Einarssyni í marki Blika. Fyrirliðinn Tore Reginiussen tvöfaldaði svo forystu heimamanna með góðum skalla eftir hornspyrnu Carlo Holse á 17. mínútu og rúmum sjö mínútum síðar var staðan orðin 3-0. Eftir atgang í teig Blika féll boltinn til Even Hovland eftir að Anton Ari hafði varið skot af stuttu færi með bringunni. Það virtist sem Hovland hefði ekki hitt boltann nægilega vel en stöng og inn fór hann. Staðan orðin 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn þó fyrri hálfleikur væri rétt hálfnaður. Børven bætti svo við fjórða marki heimamanna og öðru marki sínu á 29. mínútu með góðu skoti úr þröngu færi, aftur eftir sendingu Zachariassen. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en Blikar urðu þó fyrir áfalli þegar Andri Rafn Yeoman þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnbogann á Höskuldi Gunnlaugssyni í andlitið eftir hornspyrnu. Fossblæddi úr nefi Andra Rafns og var hann tekinn af velli í kjölfarið. Í hans stað kom Oliver Sigurjónsson. Heimamenn því 4-0 yfir í hálfleik og ljóst að Blikar voru raunar aðeins að spila upp á stoltið í þeim síðari. Þegar rúmur klukkutími var liðinn minnkuðu Blikar muninn. Eftir góða sókn fór boltinn upp í vinstra hornið þar sem Gísli Eyjólfsson gaf fyrir, Höskuldur skallaði boltann yfir á fjærstöng þar sem Viktor Karl Einarsson smellti boltanum innanfótar í netið. Frábært mark og Blikar komnir á blað í Þrándheimi. Síðari hálfleikur var töluvert jafnari og fengu Blikar ágætis færi til að minnka muninn. Þá fengu heimamenn reyndar líka fín færi en Børven setti boltann til að mynda í slánna. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma sótti Gísli Eyjólfsson að marki og fór niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Á punktinn fór Thomas Mikkelsen og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 4-2 og reyndust það lokatölur. Líkt og þegar liðin mættust árið 2011 voru Blikar betri í seinni leiknum, það er ef við skilgreinum hálfleiki dagsins í dag sem heila leiki. Þá unnu Rosenborg fyrri leikinn 5-0 en Blikar þann seinni 2-0. Nánast alveg eins og í dag. Af hverju vann Rosenborg? Af því þeir eru atvinnumannalið. Held það sé ekki flóknara en það. Rosenborg refsaði fyrir öll mistök Blika í upphafi leiks en gestirnir sýndu hvað í þeim bjó í síðari hálfleik. Þeir fá augljóslega hrós fyrir að leggja ekki árar í bát og gera allt sem þeir gátu til að halda leiknum spennandi. Hverjir stóðu upp úr? Það var mikið að gera hjá Antoni Ara sem er eflaust ósáttur með magnið af mörkum sem hann fékk á sig í dag. Oliver Sigurjónsson kom vel inn í leikinn og þá var Viktor Karl Einarsson mjög flottur í liði Blika. Höskuldur reyndi og reyndi en það gekk ekki mikið upp hjá fyrirliðanum í dag. Það er hægt að hrósa Blikum fyrir margt í dag og gerðu þeir margt mjög vel. Því miður var Rosenborg bara of stór biti að þessu sinni. Hvað gekk illa? Blikum gekk bölvanlega að halda boltanum úr eigin neti fyrsta hálftíma leiksins. Uppspil Breiðabliks gekk heldur ekki alveg eins áætlað var en heimamenn komust nokkrum sinnum í fín færi eftir klaufagang gestanna í öftustu línu. Hvað gerist næst? Þar sem Blikar fara í vinnusóttkví þá geta þeir ekki spilað við Fjölni eftir þrjá daga. Þeir eru því í fríi til 13. september næstkomandi þegar þeir mæta FH í Krikanum. Evrópudeild UEFA Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15
Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Rosenborg frá Þrándheimi í Noregi er liðin mættust í undankeppni Evrópudeildarinnar. Aðeins er einn leikur í hverju einvígi að þessu sinni og Evrópuævintýri Blika í ár því lokið. Heimamenn máttu vart horfa á markið í upphafi leiks án þess að boltinn endaði í netinu. Þeir voru komnir 4-0 yfir eftir 29. mínútna leik en lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar gáfust aldrei upp og spiluðu á köflum glimrandi fótbolta í dag. Gangur leiksins Gestirnir úr Kópavogi byrjuðu leikinn allt í lagi en Rosenborg setti tóninn strax í fyrstu sókn sinni í leiknum. Markamaskínan Torgeir Børven fékk sendingu inn í teig frá Kristoffer Zachariassen og tókst að skófla boltanum með hægri fæti í gegnum varnarmann Blika nánast og fram hjá Antoni Ara Einarssyni í marki Blika. Fyrirliðinn Tore Reginiussen tvöfaldaði svo forystu heimamanna með góðum skalla eftir hornspyrnu Carlo Holse á 17. mínútu og rúmum sjö mínútum síðar var staðan orðin 3-0. Eftir atgang í teig Blika féll boltinn til Even Hovland eftir að Anton Ari hafði varið skot af stuttu færi með bringunni. Það virtist sem Hovland hefði ekki hitt boltann nægilega vel en stöng og inn fór hann. Staðan orðin 3-0 og leikurinn svo gott sem búinn þó fyrri hálfleikur væri rétt hálfnaður. Børven bætti svo við fjórða marki heimamanna og öðru marki sínu á 29. mínútu með góðu skoti úr þröngu færi, aftur eftir sendingu Zachariassen. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en Blikar urðu þó fyrir áfalli þegar Andri Rafn Yeoman þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið olnbogann á Höskuldi Gunnlaugssyni í andlitið eftir hornspyrnu. Fossblæddi úr nefi Andra Rafns og var hann tekinn af velli í kjölfarið. Í hans stað kom Oliver Sigurjónsson. Heimamenn því 4-0 yfir í hálfleik og ljóst að Blikar voru raunar aðeins að spila upp á stoltið í þeim síðari. Þegar rúmur klukkutími var liðinn minnkuðu Blikar muninn. Eftir góða sókn fór boltinn upp í vinstra hornið þar sem Gísli Eyjólfsson gaf fyrir, Höskuldur skallaði boltann yfir á fjærstöng þar sem Viktor Karl Einarsson smellti boltanum innanfótar í netið. Frábært mark og Blikar komnir á blað í Þrándheimi. Síðari hálfleikur var töluvert jafnari og fengu Blikar ágætis færi til að minnka muninn. Þá fengu heimamenn reyndar líka fín færi en Børven setti boltann til að mynda í slánna. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma sótti Gísli Eyjólfsson að marki og fór niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Á punktinn fór Thomas Mikkelsen og skoraði af öryggi. Staðan því orðin 4-2 og reyndust það lokatölur. Líkt og þegar liðin mættust árið 2011 voru Blikar betri í seinni leiknum, það er ef við skilgreinum hálfleiki dagsins í dag sem heila leiki. Þá unnu Rosenborg fyrri leikinn 5-0 en Blikar þann seinni 2-0. Nánast alveg eins og í dag. Af hverju vann Rosenborg? Af því þeir eru atvinnumannalið. Held það sé ekki flóknara en það. Rosenborg refsaði fyrir öll mistök Blika í upphafi leiks en gestirnir sýndu hvað í þeim bjó í síðari hálfleik. Þeir fá augljóslega hrós fyrir að leggja ekki árar í bát og gera allt sem þeir gátu til að halda leiknum spennandi. Hverjir stóðu upp úr? Það var mikið að gera hjá Antoni Ara sem er eflaust ósáttur með magnið af mörkum sem hann fékk á sig í dag. Oliver Sigurjónsson kom vel inn í leikinn og þá var Viktor Karl Einarsson mjög flottur í liði Blika. Höskuldur reyndi og reyndi en það gekk ekki mikið upp hjá fyrirliðanum í dag. Það er hægt að hrósa Blikum fyrir margt í dag og gerðu þeir margt mjög vel. Því miður var Rosenborg bara of stór biti að þessu sinni. Hvað gekk illa? Blikum gekk bölvanlega að halda boltanum úr eigin neti fyrsta hálftíma leiksins. Uppspil Breiðabliks gekk heldur ekki alveg eins áætlað var en heimamenn komust nokkrum sinnum í fín færi eftir klaufagang gestanna í öftustu línu. Hvað gerist næst? Þar sem Blikar fara í vinnusóttkví þá geta þeir ekki spilað við Fjölni eftir þrjá daga. Þeir eru því í fríi til 13. september næstkomandi þegar þeir mæta FH í Krikanum.
Evrópudeild UEFA Fótbolti Breiðablik Tengdar fréttir „Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15
„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Breiðablik mætir sigursælasta liði Noregs, Rosenborg, í forkeppni Evrópudeildarinnar í dag. Þrátt fyrir að andstæðingurinn sé sterkur eru Blikar brattir. 27. ágúst 2020 13:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti