Umfjöllun og viðtöl: FH - Dunajská Streda 0-2 | FH úr leik Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2020 19:30 Eggert Gunnþór í baráttunni í kvöld en Austfirðingurinn var baráttuglaður sem fyrr. vísir/daníel Evrópuævintýri FH kláraðist í kvöld áður en það náði að byrja en þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn FC DAC Dunajská Streda á heimavelli. Gestirnir voru betri liðið í kvöld og kom það engum á óvart þegar þeir komust yfir þegar rúmar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum. Gestirnir voru fljótir að taka yfir leikinn í upphafi fyrri hálfleiks en FH voru ekki að leitast við að vera of mikið með boltann. FH reyndu að sækja upp vinstri kantinn en með litlum árangri, annars voru þeir mest að reyna langa bolta í átt að Ólafi Karl Finsen sem byrjaði leikinn fyrir FH og lék sem fremsti maður. Besta leikstaða FH í fyrri hálfleik kom eftir að Eggert Gunnþór Jónsson gaf boltann á Steven Lennon af hægri kantinum. Lennon náði hinsvegar ekki valdi á boltanum og í kjölfarið fór boltinn yfir á Ólaf Karl Finsen sem reyndi bakfallsspyrnu án árangurs. Annars var lítið hættulegt við sóknarleik FH í fyrri hálfleik en planið gekk engan veginn upp hjá þeim sóknarlega þá. FC DAC Dunajská Streda voru töluvert hættulegri sóknarlega en voru líka betri í að nýta sín færi. Andrija Balic kom þeim yfir á 23. mínútu með skoti sem fór af Guðmanni á leiðinni inn. Sóknin sem Balic skoraði úr var góð, FH hafði skilið Cesar Blackman hægri bakvörð gestanna einan eftir á hægri kantinum en hann lagði upp markið með einfaldri sendingu á Balic. FC DAC Dunajská Streda áttu nokkur önnur ágæt færi í fyrri hálfleik en skipulagði varnarleikur FH náði þó að halda þeim frá því að komast í mörg dauðafæri. Gestirnir spiluðu meira út úr vörninni og síðan var gaman að fyljgast með sókndjörfu bakvörðum þeirra, Blackman og Davis sækja upp vængina. FH komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og náðu að meira. Eggert Gunnþór fékk ágætt færi strax í upphafi hálfleiksins en var óheppinn að boltinn kom á vinstri fótinn hans. Það sást sérstaklega munur á FH liðinu eftir að Jónatan Ingi Jónsson kom inná fyrir Ólaf Karl Finsen. Eftir það fóru FH meira að halda boltanum og Jónatan var líka góður í að taka menn á. Gestirnir voru hinsvegar góðir í að verjast og öll bestu skot FH í leiknum enduðu á að vera langskot. Eric Ramirez bætti við forystu DAC með marki eftir frákast. Zsolt Kalmár slapp einn í gegn á vinstri vægnnum en Gunnar Nielsen gerði vel og varði skotið hans. FH voru hinsvegar óheppnir en frákastið skoppaði beint yfir á Ramirez sem kláraði af stuttu færi í opið mark. Ramirez fékk síðan annað dauðafæri stuttu fyrir leikslok en hann komst í gegn eftir slakan varnarleik hjá FH. FH voru þó heppnar þar að Ramirez skaut lengst yfir. Í uppbótartíma var það síðan Andrej Fabry sem slapp einn í gegn en þá náði Gunnar Nielsen að verja meistaralega. Daníel Hafsteinsson reynir skot í kvöld.vísir/daníel Af hverju vann FC DAC Dunajská Streda? Þeir voru töluvert betra liðið í kvöld. FH áttu nokkra fína spilkafla en gestirnir náðu alltaf að loka á þá áður en þeir voru nálægt því að skapa sér hættuleg færi. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Jóhann Helgason var skástur sóknarlega hjá FH í kvöld. Hann átti nokkra ágæta spretti og var allavega að leita fram á við en það var ekki mikið jákvætt í sóknarleik FH í kvöld. Gunnar Nielsen varði nokkrum sinnum vel og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Vörnin hjá FH var mjög fín fyrstu sextíu mínúturnar þangað til að þeir fóru að færa sig ofar á völlinn og þá var erfitt að verjast gegn fljótum sóknarmönnum DAC en það dugar ekki á móti svona góðu liði. Miðjumennirnir András Schafer og Andrija Balic stýrðu umferðinni á miðsvæðinu frábærlega í dag. Balic skoraði að auka markið sem kóronaði hans frammistöðu. Cesar Blackman var sprækur í hægri bakverðinum og síðan stigu miðverðirnir, Kruzliak og Muller varla feilspor. Hvað gerist næst? DAC Dunaskjá Streda eiga að heimsækja Zlate Moravce í slóvöksku deildinni á sunnudaginn í deildinni en þeir eru hingað til búnir að vinna alla sína leiki þar með yfirburðum. FH áttu að fá Víkinga í heimsókn á sunnudaginn en það er ljóst að útaf Evrópuleik Víkinga í Slóveníu þá mun þurfa að fresta þeim leik eitthvað. Eiður Smári er annar þjálfari FH.vísir/skjáskot Eiður Smári: Við erum í hálf atvinnumennsku og þar lág munurinn „Það er mjög svekkjandi að tapa, við vorum of varkárir í fyrri hálfleik þar sem við leyfðum þeim að þvinga okkur á okkar vallarhelming. Munurinn á atvinnumennsku og hálf atvinnumennsku sem við erum í á Íslandi í dag,” sagði Eiður Smári. FH átti góða kafla í seinni hálfleik þar sem þeir spiluðu vel úr vörninni og færðu sig þar framar á völlinn. „Við eyddum of miklri orku í að elta boltann, við vissum að þetta væri mjög vel skipulagt lið þar sem þeir voru óhræddir, bakverðirnir þeirra fóru hátt uppá völlinn þar eru þeir með marga leikna spilara og náðum við aldrei taki á sóknarleiknum þar sem við vorum oft seinir í báðar áttir.” Eiður var svekktur með annað markið sem liðið fékk á sig því fyrir það var liðið að eiga sinn besta kafla í leiknum en hraðinn í liðinu og ákefðin er það sem þarf að skoða eftir svona leik. Eiður vildi ekki tjá sig um þau mál að félagslið megi setja fótinn fyrir dyrnar hjá þeim leikmönnum sem eiga að fara í landsliðs verkefni núna á næstunni. Björn í leiknum í kvöld.vísir/daníel Björn Daníel: Þeir eru ekki eins góðir og þeir litu út í fyrri hálfleik FH lauk sinni þáttöku í Evrópukepninni með 2-0 tapi á móti Dunajska Streda frá Slóvakíu. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og því sanngjörn niðurstaða. „Mér fannst þeir verðskulda þetta eftir fyrrihálfleikinn hjá þeim, við fengum ágætis tækifæri til að skora en við gátum bara ekki opnað þá nógu mikið, einsog fyrirkomulagið er núna í þessari keppni er bara einn leikur þannig við þurftum að reyna að skora og setja marga fram sem þeir nýttu sér og slökktu á okkur,” sagði Björn Daníel. Björn var ánægður með kraftinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik sem var talsvert betri en sá fyrri. „Þeir sköpuðu lítið af færum í fyrri hálfleik en voru þó meira með boltann og komust í hættulegar stöður þar sem við stigum þá ekki nægilega mikið út, við sýndum baráttu í seinni hálfleik þar gáfu menn allt í leikinn,” sagði Björn Daníel. Dunajska Streda eru efstir i Slóvakíu með fullt hús stiga og talaði Björn Daníel um að það væri enginn tilviljun því þeir eru mjög góðir þar sem deildin í Slóvakíu er góð. Evrópudeild UEFA FH
Evrópuævintýri FH kláraðist í kvöld áður en það náði að byrja en þeir töpuðu 2-0 á heimavelli gegn FC DAC Dunajská Streda á heimavelli. Gestirnir voru betri liðið í kvöld og kom það engum á óvart þegar þeir komust yfir þegar rúmar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum. Gestirnir voru fljótir að taka yfir leikinn í upphafi fyrri hálfleiks en FH voru ekki að leitast við að vera of mikið með boltann. FH reyndu að sækja upp vinstri kantinn en með litlum árangri, annars voru þeir mest að reyna langa bolta í átt að Ólafi Karl Finsen sem byrjaði leikinn fyrir FH og lék sem fremsti maður. Besta leikstaða FH í fyrri hálfleik kom eftir að Eggert Gunnþór Jónsson gaf boltann á Steven Lennon af hægri kantinum. Lennon náði hinsvegar ekki valdi á boltanum og í kjölfarið fór boltinn yfir á Ólaf Karl Finsen sem reyndi bakfallsspyrnu án árangurs. Annars var lítið hættulegt við sóknarleik FH í fyrri hálfleik en planið gekk engan veginn upp hjá þeim sóknarlega þá. FC DAC Dunajská Streda voru töluvert hættulegri sóknarlega en voru líka betri í að nýta sín færi. Andrija Balic kom þeim yfir á 23. mínútu með skoti sem fór af Guðmanni á leiðinni inn. Sóknin sem Balic skoraði úr var góð, FH hafði skilið Cesar Blackman hægri bakvörð gestanna einan eftir á hægri kantinum en hann lagði upp markið með einfaldri sendingu á Balic. FC DAC Dunajská Streda áttu nokkur önnur ágæt færi í fyrri hálfleik en skipulagði varnarleikur FH náði þó að halda þeim frá því að komast í mörg dauðafæri. Gestirnir spiluðu meira út úr vörninni og síðan var gaman að fyljgast með sókndjörfu bakvörðum þeirra, Blackman og Davis sækja upp vængina. FH komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og náðu að meira. Eggert Gunnþór fékk ágætt færi strax í upphafi hálfleiksins en var óheppinn að boltinn kom á vinstri fótinn hans. Það sást sérstaklega munur á FH liðinu eftir að Jónatan Ingi Jónsson kom inná fyrir Ólaf Karl Finsen. Eftir það fóru FH meira að halda boltanum og Jónatan var líka góður í að taka menn á. Gestirnir voru hinsvegar góðir í að verjast og öll bestu skot FH í leiknum enduðu á að vera langskot. Eric Ramirez bætti við forystu DAC með marki eftir frákast. Zsolt Kalmár slapp einn í gegn á vinstri vægnnum en Gunnar Nielsen gerði vel og varði skotið hans. FH voru hinsvegar óheppnir en frákastið skoppaði beint yfir á Ramirez sem kláraði af stuttu færi í opið mark. Ramirez fékk síðan annað dauðafæri stuttu fyrir leikslok en hann komst í gegn eftir slakan varnarleik hjá FH. FH voru þó heppnar þar að Ramirez skaut lengst yfir. Í uppbótartíma var það síðan Andrej Fabry sem slapp einn í gegn en þá náði Gunnar Nielsen að verja meistaralega. Daníel Hafsteinsson reynir skot í kvöld.vísir/daníel Af hverju vann FC DAC Dunajská Streda? Þeir voru töluvert betra liðið í kvöld. FH áttu nokkra fína spilkafla en gestirnir náðu alltaf að loka á þá áður en þeir voru nálægt því að skapa sér hættuleg færi. Hverjir stóðu upp úr? Þórir Jóhann Helgason var skástur sóknarlega hjá FH í kvöld. Hann átti nokkra ágæta spretti og var allavega að leita fram á við en það var ekki mikið jákvætt í sóknarleik FH í kvöld. Gunnar Nielsen varði nokkrum sinnum vel og gat lítið gert í mörkunum tveimur. Vörnin hjá FH var mjög fín fyrstu sextíu mínúturnar þangað til að þeir fóru að færa sig ofar á völlinn og þá var erfitt að verjast gegn fljótum sóknarmönnum DAC en það dugar ekki á móti svona góðu liði. Miðjumennirnir András Schafer og Andrija Balic stýrðu umferðinni á miðsvæðinu frábærlega í dag. Balic skoraði að auka markið sem kóronaði hans frammistöðu. Cesar Blackman var sprækur í hægri bakverðinum og síðan stigu miðverðirnir, Kruzliak og Muller varla feilspor. Hvað gerist næst? DAC Dunaskjá Streda eiga að heimsækja Zlate Moravce í slóvöksku deildinni á sunnudaginn í deildinni en þeir eru hingað til búnir að vinna alla sína leiki þar með yfirburðum. FH áttu að fá Víkinga í heimsókn á sunnudaginn en það er ljóst að útaf Evrópuleik Víkinga í Slóveníu þá mun þurfa að fresta þeim leik eitthvað. Eiður Smári er annar þjálfari FH.vísir/skjáskot Eiður Smári: Við erum í hálf atvinnumennsku og þar lág munurinn „Það er mjög svekkjandi að tapa, við vorum of varkárir í fyrri hálfleik þar sem við leyfðum þeim að þvinga okkur á okkar vallarhelming. Munurinn á atvinnumennsku og hálf atvinnumennsku sem við erum í á Íslandi í dag,” sagði Eiður Smári. FH átti góða kafla í seinni hálfleik þar sem þeir spiluðu vel úr vörninni og færðu sig þar framar á völlinn. „Við eyddum of miklri orku í að elta boltann, við vissum að þetta væri mjög vel skipulagt lið þar sem þeir voru óhræddir, bakverðirnir þeirra fóru hátt uppá völlinn þar eru þeir með marga leikna spilara og náðum við aldrei taki á sóknarleiknum þar sem við vorum oft seinir í báðar áttir.” Eiður var svekktur með annað markið sem liðið fékk á sig því fyrir það var liðið að eiga sinn besta kafla í leiknum en hraðinn í liðinu og ákefðin er það sem þarf að skoða eftir svona leik. Eiður vildi ekki tjá sig um þau mál að félagslið megi setja fótinn fyrir dyrnar hjá þeim leikmönnum sem eiga að fara í landsliðs verkefni núna á næstunni. Björn í leiknum í kvöld.vísir/daníel Björn Daníel: Þeir eru ekki eins góðir og þeir litu út í fyrri hálfleik FH lauk sinni þáttöku í Evrópukepninni með 2-0 tapi á móti Dunajska Streda frá Slóvakíu. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og því sanngjörn niðurstaða. „Mér fannst þeir verðskulda þetta eftir fyrrihálfleikinn hjá þeim, við fengum ágætis tækifæri til að skora en við gátum bara ekki opnað þá nógu mikið, einsog fyrirkomulagið er núna í þessari keppni er bara einn leikur þannig við þurftum að reyna að skora og setja marga fram sem þeir nýttu sér og slökktu á okkur,” sagði Björn Daníel. Björn var ánægður með kraftinn sem liðið sýndi í seinni hálfleik sem var talsvert betri en sá fyrri. „Þeir sköpuðu lítið af færum í fyrri hálfleik en voru þó meira með boltann og komust í hættulegar stöður þar sem við stigum þá ekki nægilega mikið út, við sýndum baráttu í seinni hálfleik þar gáfu menn allt í leikinn,” sagði Björn Daníel. Dunajska Streda eru efstir i Slóvakíu með fullt hús stiga og talaði Björn Daníel um að það væri enginn tilviljun því þeir eru mjög góðir þar sem deildin í Slóvakíu er góð.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti