Nýsköpun á Austurlandi Hildur Þórisdóttir skrifar 28. ágúst 2020 07:00 Nýverið las ég pistil eftir unga austfirska konu sem dró saman um það bil allt það sem ég hef verið að hugsa um síðustu 6 ár síðan ég hóf fyrst afskipti af sveitarstjórnarmálum. Við búum í heimi þar sem hröð þróun á sviði tækni og þekkingar hefur átt sér stað. Menntastig er sífellt að hækka á vinnumarkaði og kröfurnar um sérhæfð og áhugaverð störf í takt við það. Ungt fólk getur valið sér búsetu nánast hvar sem er því nú er allur heimurinn undir. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar tilkynnti í byrjun árs að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um næstu áramót. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvað á að taka við af Nýsköpunarmiðstöð þar sem starfa um 80 manns og flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú stofnun er gott dæmi um hversu mjög hefur hallað á landsbyggðina þar sem er hvað mesta þörfin fyrir stuðning og þekkingu á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs. Afraksturinn höfum við meðal annars séð í hlutfalli styrkja sem fara til landsbyggðarinnar. Á Austurlandi hefur starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar eingöngu verið í mýflugumynd sem vekur undrun þegar rýnt er í fjölbreytileika atvinnuvega hér, tekjuþróun, launamun kynjanna og íbúaþróun sem hefur ekki verið með þeim hætti sem við hefðum óskað og væri æskilegt. „Í nýju sveitarfélagi verðum við að vera framsýn þegar kemur að nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla.” Við getum gert svo miklu betur á svo mörgum sviðum ef við bara þorum því. Þorum að vera framsækin og hugmyndarík. Þorum að krefja ríkisvaldið um sterkari innviði sem hafa visnað undanfarna áratugi og afhjúpaðist eftirminnilega í óveðri í lok árs 2019. Það er ekki nægilega mikið talað um hversu lítið er eftir af landsbyggðinni í landi þar sem eina byggðastefnan virðist vera “höfuðborgarstefna”. Í Reykjavík hafa verið byggðir upp sterkir innviðir og kröftug fyrirtæki en eftir stendur búseta um það bil 16% landsmanna á landsbyggðinni og innviðir sem eru á köflum óboðlegir. Nú reynir á ríkisvaldið að sýna vilja í verki og koma á starfsemi nýsköpunar og atvinnumála í samvinnu við sameinað sveitarfélag því fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða samfélaga þar sem þykir eftirsóknarvert að búa. Ungt fjölskyldufólk horfir á vænlega búsetukosti út frá gæðum skólanna, húsnæðismálum, atvinnutækifærum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi. „Tækifærin til að sækja fram eru ótalmörg og við ætlum að gera sameinað sveitarfélag að framúrskarandi búsetukosti.“ Við erum bjartsýn á tækifærin sem blasa við og munum ótrauð sækja fram en gerum jafnframt kröfu á ríkisvaldið að koma með okkur í þá vegferð! Því við græðum öll á sterkri höfuðborg og öflugri landsbyggð. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seyðisfjörður Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið las ég pistil eftir unga austfirska konu sem dró saman um það bil allt það sem ég hef verið að hugsa um síðustu 6 ár síðan ég hóf fyrst afskipti af sveitarstjórnarmálum. Við búum í heimi þar sem hröð þróun á sviði tækni og þekkingar hefur átt sér stað. Menntastig er sífellt að hækka á vinnumarkaði og kröfurnar um sérhæfð og áhugaverð störf í takt við það. Ungt fólk getur valið sér búsetu nánast hvar sem er því nú er allur heimurinn undir. Ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar tilkynnti í byrjun árs að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um næstu áramót. Enn hefur ekki verið tilkynnt um hvað á að taka við af Nýsköpunarmiðstöð þar sem starfa um 80 manns og flestir á höfuðborgarsvæðinu. Sú stofnun er gott dæmi um hversu mjög hefur hallað á landsbyggðina þar sem er hvað mesta þörfin fyrir stuðning og þekkingu á sviði nýsköpunar og fyrirtækjareksturs. Afraksturinn höfum við meðal annars séð í hlutfalli styrkja sem fara til landsbyggðarinnar. Á Austurlandi hefur starfsemi þessarar mikilvægu stofnunar eingöngu verið í mýflugumynd sem vekur undrun þegar rýnt er í fjölbreytileika atvinnuvega hér, tekjuþróun, launamun kynjanna og íbúaþróun sem hefur ekki verið með þeim hætti sem við hefðum óskað og væri æskilegt. „Í nýju sveitarfélagi verðum við að vera framsýn þegar kemur að nýsköpun og stuðningi við frumkvöðla.” Við getum gert svo miklu betur á svo mörgum sviðum ef við bara þorum því. Þorum að vera framsækin og hugmyndarík. Þorum að krefja ríkisvaldið um sterkari innviði sem hafa visnað undanfarna áratugi og afhjúpaðist eftirminnilega í óveðri í lok árs 2019. Það er ekki nægilega mikið talað um hversu lítið er eftir af landsbyggðinni í landi þar sem eina byggðastefnan virðist vera “höfuðborgarstefna”. Í Reykjavík hafa verið byggðir upp sterkir innviðir og kröftug fyrirtæki en eftir stendur búseta um það bil 16% landsmanna á landsbyggðinni og innviðir sem eru á köflum óboðlegir. Nú reynir á ríkisvaldið að sýna vilja í verki og koma á starfsemi nýsköpunar og atvinnumála í samvinnu við sameinað sveitarfélag því fjölbreytt atvinnulíf er undirstaða samfélaga þar sem þykir eftirsóknarvert að búa. Ungt fjölskyldufólk horfir á vænlega búsetukosti út frá gæðum skólanna, húsnæðismálum, atvinnutækifærum, samgöngum, heilbrigðisþjónustu, menningu og félagslífi. „Tækifærin til að sækja fram eru ótalmörg og við ætlum að gera sameinað sveitarfélag að framúrskarandi búsetukosti.“ Við erum bjartsýn á tækifærin sem blasa við og munum ótrauð sækja fram en gerum jafnframt kröfu á ríkisvaldið að koma með okkur í þá vegferð! Því við græðum öll á sterkri höfuðborg og öflugri landsbyggð. Höfundur er forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði og skipar 1. sæti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðar, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun