„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 09:37 Donald Trump, forseti, fór um víðan völl í ræðu sinni, sem í grunninn snerist um að allt færi til fjandans ef hann tapar forsetakosningunum. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. Hann gerði Biden og Demókrötum upp ýmsar skoðanir um lögregluna, orkuframleiðslu, fóstureyðingar og fleira og sakaði þá jafnvel um að vilja „rústa“ úthverfum Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs sem hafa kannað sannleiksgildi ræðu forsetans hafa meðal annars lýst henni sem „flóðbylgju ósanninda“. Trump er einnig sagður hafa eignað sér afrek annarra og hefur hann jafnvel verið kallaður „raðlygari“. Hér má sjá blaðamanninn Daniel Dale, sem vinnur fyrir CNN, hlaupa yfir ósannindi Trump í ræðunni með Anderson Cooper. Hann hefur fylgst með Trump, frá því hann opinberaði framboð sitt, hlustað á og lesið ræður hans og nánast öll hans ummæli og borið þau saman við raunveruleikann. Lengri útgáfu má sjá hér. Hell of a thing to watch CNN's @ddale8 fact-check the cascade of lies from Trump's speech. pic.twitter.com/aRQuHf0qE5— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 28, 2020 Trump flutti ræðu sína frá lóð Hvíta hússins en hann hefur verið sakaður um að beita ríkinu og opinberu fé í kosningabaráttu sinni og hunsa alfarið venjur og reglur sem eiga að koma í veg fyrir það. Hann storkaði þar að auki viðmiðum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir þar sem hann flutti ræðu fyrir fyrir allt að 1.500 manns sem sátu þétt saman og voru ekki með grímur. Skimun hafði ekki farið fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í ræðu sinni fór forsetinn um víðan völl en grunnurinn í ræðu hans, eins og í svo mörgum ræðum í vikunni, var að ef Bandaríkjamenn hleypa Biden í Hvíta húsið, muni allt fara til fjandans. Það var sömuleiðis grunnur flestra ræðna Demókrata í síðustu viku. Að fjögur ár til viðbótar af forsetatíð Trump, myndi fara verulega illa með Bandaríkin. Trump, sem fyrir fjórum árum staðhæfði að hann einn gæti lagað Bandaríkin, sagðist hafa varið fyrsta kjörtímabili sínu í að bæta þann skaða sem Biden hafði valdið á sínum tæpu fimm áratugum í Washington DC. Þetta væru mikilvægustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann hét því að bóluefni við Covid-19 væri handan við hornið og lofaði sigri gegn veirunni, sem hefur dregið rúmlega 180 þúsund manns til dauða, svo vitað sé, meira en í nokkru öðru ríki. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Alla vikuna hafa Repúblikanar talað eins og faraldrinum sé þegar lokið. Trump, með syni sínum og nafna og Melaniu eiginkonu sinni.AP/Evan Vucci Reyndi ekki að lægja öldurnar Það vakti mikla athygli að í ræðu sinni gerði Trump ekki minnst tilraun til að lægja öldurnar sem ganga yfir Bandaríkin í formi mótmæla gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi. Hann kallaði ekki eftir sameiningu og gagnrýndi þess í stað borgar- og ríkisstjóra Demókrata og kenndi þeim um ástandið. „Ykkar atkvæði munu ákveða hvort við verjum löghlýðinna borgara eða gefum ofbeldisfullum anarkistum og glæpamönnum sem ógna borgurum okkar frjálsar hendur. Þessar kosningar munu ákveða hvort við verjum bandaríska lifnaðarhætti eða leyfum róttækum öflum að rústa þeim,“ sagði Trump. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að fara um of víðan völl í of langri ræðu sinni. Politico vitnar meðal annars í stuðningsmenn hans sem segja ræðuna hafa misst marks og hann hafi flakkað um of á milli málefna. Ræðu Trump í heild sinni má sjá hér. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. Hann gerði Biden og Demókrötum upp ýmsar skoðanir um lögregluna, orkuframleiðslu, fóstureyðingar og fleira og sakaði þá jafnvel um að vilja „rústa“ úthverfum Bandaríkjanna. Fjölmiðlar vestanhafs sem hafa kannað sannleiksgildi ræðu forsetans hafa meðal annars lýst henni sem „flóðbylgju ósanninda“. Trump er einnig sagður hafa eignað sér afrek annarra og hefur hann jafnvel verið kallaður „raðlygari“. Hér má sjá blaðamanninn Daniel Dale, sem vinnur fyrir CNN, hlaupa yfir ósannindi Trump í ræðunni með Anderson Cooper. Hann hefur fylgst með Trump, frá því hann opinberaði framboð sitt, hlustað á og lesið ræður hans og nánast öll hans ummæli og borið þau saman við raunveruleikann. Lengri útgáfu má sjá hér. Hell of a thing to watch CNN's @ddale8 fact-check the cascade of lies from Trump's speech. pic.twitter.com/aRQuHf0qE5— Oliver Darcy (@oliverdarcy) August 28, 2020 Trump flutti ræðu sína frá lóð Hvíta hússins en hann hefur verið sakaður um að beita ríkinu og opinberu fé í kosningabaráttu sinni og hunsa alfarið venjur og reglur sem eiga að koma í veg fyrir það. Hann storkaði þar að auki viðmiðum eigin ríkisstjórnar um sóttvarnir þar sem hann flutti ræðu fyrir fyrir allt að 1.500 manns sem sátu þétt saman og voru ekki með grímur. Skimun hafði ekki farið fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í ræðu sinni fór forsetinn um víðan völl en grunnurinn í ræðu hans, eins og í svo mörgum ræðum í vikunni, var að ef Bandaríkjamenn hleypa Biden í Hvíta húsið, muni allt fara til fjandans. Það var sömuleiðis grunnur flestra ræðna Demókrata í síðustu viku. Að fjögur ár til viðbótar af forsetatíð Trump, myndi fara verulega illa með Bandaríkin. Trump, sem fyrir fjórum árum staðhæfði að hann einn gæti lagað Bandaríkin, sagðist hafa varið fyrsta kjörtímabili sínu í að bæta þann skaða sem Biden hafði valdið á sínum tæpu fimm áratugum í Washington DC. Þetta væru mikilvægustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann hét því að bóluefni við Covid-19 væri handan við hornið og lofaði sigri gegn veirunni, sem hefur dregið rúmlega 180 þúsund manns til dauða, svo vitað sé, meira en í nokkru öðru ríki. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Alla vikuna hafa Repúblikanar talað eins og faraldrinum sé þegar lokið. Trump, með syni sínum og nafna og Melaniu eiginkonu sinni.AP/Evan Vucci Reyndi ekki að lægja öldurnar Það vakti mikla athygli að í ræðu sinni gerði Trump ekki minnst tilraun til að lægja öldurnar sem ganga yfir Bandaríkin í formi mótmæla gegn kerfisbundnum rasisma og lögregluofbeldi. Hann kallaði ekki eftir sameiningu og gagnrýndi þess í stað borgar- og ríkisstjóra Demókrata og kenndi þeim um ástandið. „Ykkar atkvæði munu ákveða hvort við verjum löghlýðinna borgara eða gefum ofbeldisfullum anarkistum og glæpamönnum sem ógna borgurum okkar frjálsar hendur. Þessar kosningar munu ákveða hvort við verjum bandaríska lifnaðarhætti eða leyfum róttækum öflum að rústa þeim,“ sagði Trump. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að fara um of víðan völl í of langri ræðu sinni. Politico vitnar meðal annars í stuðningsmenn hans sem segja ræðuna hafa misst marks og hann hafi flakkað um of á milli málefna. Ræðu Trump í heild sinni má sjá hér.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira