„Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Sveindís Jane Jónsdóttir á ferðinni í leik Breiðabliks og Selfoss á mánudaginn. vísir/vilhelm Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, hefði viljað sjá Þorstein Halldórsson, þjálfara Breiðabliks, nota Sveindísi Jane Jónsdóttur í fremstu víglínu í leiknum gegn Selfossi á mánudaginn. Selfyssingar unnu 1-2 sigur en þetta var fyrsta tap Blika í sumar. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna, er í sóttkví og gat því ekki leikið með Breiðabliki gegn Selfossi. Rakel Hönnudóttir tók stöðu hennar sem fremsti maður Blika. Bára segir að það hefði verið vænlegra til árangurs að færa Sveindísi af hægri kantinum og í fremstu víglínu. „Mig langar aðeins að setja spurningarmerki við uppleggið hans Steina. Hann var ekki Berglindi og ég velti fyrir mér hvort hún sé svona svakalega mikilvæg í þessu liði. En hefði þetta ekki verið kjörið tækifæri til að negla Sveindísi upp á topp?“ velti Bára fyrir sér í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Hún segir að Sveindís hefði hentað vel gegn miðvörðum Selfoss. „Anna Björk [Kristjánsdóttir] og Áslaug Dóra [Sigurbjörnsdóttir] eru báðar sterkar og góðar að skalla en ekki hraðar. Hefði ekki verið kjörið að hafa Sveindísi frammi á móti þessu miðvarðapari og sjá hvort hún gæti sótt eitthvað? Steini hefur talað um að hann sé íhaldssamur og mögulega var hann of íhaldssamur þarna. Mér fannst þetta ekki virka.“ Sveindís er framherji að upplagi en hefur leikið á hægri kantinum hjá Breiðabliki í sumar með góðum árangri. „Mér finnst svo mikilvægt fyrir hana að halda í þetta framherja „element“ í henni þótt hún sé að spila úti á kanti,“ sagði Bára. Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng. „Eins og hann [Þorsteinn] sagði í viðtali er ekkert undan Rakel að kvarta. En að sama skapi er Sveindís framherji og það er mikilvægt fyrir hana að finna að hún sé enn hugsuð þannig.“ Breiðablik er með tveggja stiga forskot á toppi Pepsi Max-deildarinnar. Valur getur skotist á toppinn með sigri á Þór/KA í kvöld. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudaginn kemur. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um Sveindísi
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Breiðablik Tengdar fréttir Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00 Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15 „Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40 Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Sjáðu fyrstu mörkin sem Blikar fá á sig og konfektmola Birtu Það voru tólf mörk skoruð í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í gær og þau má sjá öll hér á Vísi. 25. ágúst 2020 15:00
Tvö ár og tveir mánuðir liðu án þess að Blikar töpuðu leik sem skipti máli Breiðablik náði að leika 27 leik í röð án þess að tapa í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, áður en Barbára Sól Gísladóttir tók til sinna ráða í gærkvöld. 25. ágúst 2020 13:15
„Ég var búin að ákveða að skora“ „Ég var búin að ákveða að skora. Ég var ekki búin að skora neitt í sumar og það kom loksins í dag,“ sagði hetja Selfyssinga, Barbára Sól Gísladóttir, rétt eftir að hafa skorað glæsilegt sigurmark gegn Breiðabliki í kvöld. 24. ágúst 2020 21:40
Umfjöllun: Breiðablik - Selfoss 1-2 | Barbára hetjan þegar toppliðið hrasaði í fyrsta sinn Selfoss varð í kvöld fyrsta liðið til að skora gegn Breiðabliki í sumar, fyrsta liðið til að ná í stig gegn Blikakonum og fyrsta liðið til að vinna þær. 24. ágúst 2020 22:10