Bjarni setur á fót hagfræðingahóp Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 12:29 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tilkynnti um stofnun hópsins að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármálaráðherra hyggst setja á laggirnar hóp hagfræðinga sem ætlað er að meta efnahagsleg áhrif af sóttvarnaaðgerðum. Hann segir ómögulegt að meta hversu lengi núverandi fyrirkomulag á landamærunum muni vara en vonar að septembermánuður liðki fyrir rýmri aðgerðum. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir, aðspurður um framhald tvöfaldarar skimunar og sóttkvíar við komuna til landsins, að aðgerðirnar séu í stöðugri endurskoðun. Fyrirkomulagið hafi þó verið skynsöm ákvörðun að hans mati og nefnir að sífellt fleiri séu að greinast á landamærunum sem sönnun fyrir því. Alls hafa 47 virk smit greinst meðal ferðalanga á síðustu tveimur vikum. Því þurfi að fylgjast vel með og sýna varúð á landamærunum að sögn Bjarna, sérstaklega meðan unnið er að því að ná tökum á faraldrinum innanlands. „Þetta er ákvörðun sem er í stöðugu endurmati og ég segi bara einfaldlega að það er ofboðslega dýr hver dagur sem við þurfum að beita svona miklum takmörkunum,“ segir Bjarni. Megum ekki verða degi of sein Það sé nauðsynlegt að hans mati að lesa og vinna úr þeim gögnum sem verða til í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda. Liður í því er stofnun hóps hagfræðinga, sem Bjarni tilkynnti í morgun - „til að skoða enn betur þessa hagrænu vinkla sem gefa okkur vísbendingar um hvaða kraftar eru að togast á við sóttvarnaaðgerðirnar,“ segir Bjarni. „Mín skoðun er sú að við megum ekki vera degi of sein, þegar aðstæður hafa breyst okkur í vil, til að slaka á þessum takmörkunum þannig að við færumst aftur í átt að eðlilegri samgöngum og samskiptum.“ Starfshóp ráðherra skipa Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri skrifstofu efnahagsmála í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, mun starfa með hópnum. Óvissan sé þó áfram mikil og segir Bjarni ómögulegt að segja til um það hvenær landamærafyrirkomulaginu verður breytt. Margir þættir spila þar inn í, til að mynda árangur í baráttunni við veiruna innanlands. Að sama skapi leiki þróun faraldursins erlendis stórt hlutverk. „Kannski er septembermánuður mánuðirinn sem getur ráðið úrslitum um það hvenær breytingar verða fyrir alvöru í þessu efni. Það er bara ekki hægt að spá nákvæmlega fyrir um þetta,“ segir Bjarni.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira