Velferðarkerfið er öryggisnet sem á að grípa fólk Drífa Snædal skrifar 28. ágúst 2020 14:43 Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Stærsta verkefnið framundan, fyrir utan að tryggja heilsu og velferð, er að sjá til þess að fólk hafi örugga framfærslu og tryggja góð störf fyrir alla. Það versta sem við gerum í stöðunni er að missa einstaklinga í litla virkni og fátækt með þeim niðurrífandi áhrifum sem það hefur á einstaklinga og þar með samfélagið allt. Það er áhyggjuefni að ráðamenn skuli teikna upp þá mynd að fólk vilji ekki vinna. Að erfitt sé að fá fólk til að leggja hönd á plóg. Þessir ráðamenn hafa talað við „fjölda atvinnurekenda“ sem vantar fólk í vinnu. Við sem vinnum í verkalýðshreyfingunni höfum rætt við fjölda atvinnulausra sem er ekki síður mikilvægt að tala við – jafnvel mikilvægara. Einstæða móðirin sem hefur misst vinnuna, henni býðst tveggja mánaða tímabundinn ráðningasamningur í öðru bæjarfélagi á lágmarkslaunum, ekkert húsnæði, engin dagvist fyrir börnin. Getur hún tekið slíku kostaboði? Öðrum býðst ólöglegur núlltímasamningur þar sem ekkert skilgreint starfshlutfall er í boði en þú skuldbindur þig til að vinna þegar vinnu er að hafa. Engin afkomutrygging, ekki vitað um launin því þau fara eftir verkefnunum frá degi til dags. Manneskjan sem hefur unnið við skrifstofustörf mestan sinn starfsaldur en býðst tímabundin vinna við slátrun, hefur enga þekkingu á því sviði og ekki líkamlega burði í slíka erfiðisvinnu. Þegar þessi söngur ómar um að ekki sé hægt að fá fólk í vinnu skulum við spyrja – hvaða vinnu og fyrir hvern? Við hvaða skilyrði? Sú hugmynd að fólk velji frekar að nýta réttindi til atvinnuleysistrygginga en að vinna er ekki rétt. Í alþjóðlegum samanburði eru atvinnuleysistryggingar góðar á Íslandi en hér er atvinnuþátttaka jafnframt með hæsta móti. Horfum til reynslunnar frekar en úreltrar hugmyndafræði. Verkefnið núna snýst um að styrkja okkar öryggisnet til að tryggja fólki farborða og koma þannig í veg fyrir að kreppan verði dýpri og lengri en hún þarf að vera. Þetta mætti Seðlabankastjóri og fleiri hafa í huga. Það skynsamlegasta sem við gerum er að styðja við atvinnuleitendur, fjárhagslega og með öðrum hætti. Efla fólk og mennta það, en fyrst og fremst vera mannúðleg í okkar nálgun og minnast þess að velferðarkerfi eru til þess að grípa fólk – nú reynir á þau kerfi! Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun