Trump ætlar til Kenosha á þriðjudaginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. ágúst 2020 09:40 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stefnir á það að ferðast til Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að lögregla skaut Jacob Blake sjö sinnum í bakið. Ferðin er á dagskrá næstkomandi þriðjudag og segir í frétt BBC að Trump ætli sér að hitta lögregluyfirvöld í bænum „og meta skaðann vegna nýlegra óeirða“ líkt og talsmaður Hvíta hússins kemst að orði. Blake var skotinn eftir að hann lenti í stympingum við lögregluþjóna Kenosha. Lögreglan hefur gefið út að útkall hafi borist vegna heimiliserja en Blake var skotinn minna en þremur mínútum eftir að lögregluþjóna bar að garði. Lögregluyfirvöld hafa verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Síðan þá hafa mótmæli farið fram daglega í Kenosha og hafa þau snúist upp í óeirðir. Á þriðjudagskvöldið voru tveir mótmælendur skotnir til bana af 17 ára dreng sem var vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Sá hafði komið til borgarinnar ásamt öðrum vopnuðum hægri sinnuðum mönnum til að verja fyrirtæki frá mótmælendum, að þeirra eigin sögn. Ekki víst hvort að Trump heimsæki Blake og fjölskyldu hans Í frétt BBC segir að talsmaður Hvíta hússins geti ekki staðfest að til standi að hitta Blake eða fjölskyldu hans á meðan á heimsókn Trump stendur. Trump hefur hingað til lítið tjá sig um ástand mála í Kenosha, annað en það að honum hafi ekki líkað þær fregnir sem bárust af því að lögregluþjónn hafi skotið Blake. Stjórnmálaskýrendur ytra hafa bent á að Trump ætli sér að leggja áherslu á lög og reglur sé virtar í samfélaginu í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í haust. Kenosha er sem fyrr segir í Wisconsin sem hefur á undanförnum árum verið eitt af lykilríkjunum í forsetakosningunum. Barack Obama bar sigur úr býtum í kosningunum 2008 og 2012. Ríkið sveiflaðist hins vegar naumlega til Repúblikana í síðustu kosningum, en þar hlaut Trump aðeins 20 þúsund fleiri atkvæði en mótframbjóðandi hans, Hillary Clinton. Talið er líklegt að aftur verði mjótt á mununum í kosningunum í haust, en Joe Biden, frambjóðandi Demókrata nýtur nokkura prósentustiga forskots í Wisconsin samkvæmt skoðanakönnunum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira