KR-ingar þurfa að fara til Eistlands í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 11:26 KR-ingar þurfa að fara til Eistlands í næsta mánuði. Vísir/Daníel Þór Íslandsmeistarar KR drógust á móti Flora Tallinn í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en KR er eina íslenska liðið sem er eftir í keppninni. Þetta ætti að vera ágætis dráttur fyrir KR-inga. KR-ingar áttu möguleika á að fá heimaleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og þurfa að fara til Tallin í Eistlandi. Leikurinn mun fara fram 17. september og verður eini leikurinn því það er ekki spilað heima og að heiman í Evrópukeppninni að þessu sinni útaf kóronuveirunni. KR kom inn í Evrópudeildina eftir að liðið tapaði á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en FH, Breiðablik og Víkingur féllu öll út í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR-liðið átti líka möguleika á því að mæta sænsku meisturunum í Djurgården sem og liðum Europa frá Gíbraltar og Tre Fiori frá San Marinó. Djurgården lenti á móti Europa frá Gíbraltar og fékk heimaleik. Tottenham mætir Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu, AC Milan lenti á móti Shamrock Rovers frá Írlandi og Rangers mætir Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Tottenham, AC Milan og Rangers verða öll á útivelli. Blikabanarnir í Rosenborg mæta Ventspils frá Lettlandi og verða á útivelli. Víkingsbanarnir í Olimpija Ljubljana mæta Zrinjski Mostar frá Bosníu og fá aftur heimaleik. FH-banarnir í Dunajská Streda mæta Jablonec frá Tékklandi og verða á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö FF mæta Honvéd frá Ungverjalandi og verða á útivelli. Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Kauðmannahöfn mæta IFK Gautaborg á útivelli. Jón Dagur Þorteinsson og félagar í AGF mæta Nõmme Kalju frá Eistlandi eða Mura frá Slóveníu og verða á útivelli. Aron Jóhannsson og félagar í Hammarby mæta Lech Poznań frá Póllandi og verða á heimavelli. Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Íslandsmeistarar KR drógust á móti Flora Tallinn í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en KR er eina íslenska liðið sem er eftir í keppninni. Þetta ætti að vera ágætis dráttur fyrir KR-inga. KR-ingar áttu möguleika á að fá heimaleik en höfðu heppnina ekki með sér þar og þurfa að fara til Tallin í Eistlandi. Leikurinn mun fara fram 17. september og verður eini leikurinn því það er ekki spilað heima og að heiman í Evrópukeppninni að þessu sinni útaf kóronuveirunni. KR kom inn í Evrópudeildina eftir að liðið tapaði á móti Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar en FH, Breiðablik og Víkingur féllu öll út í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. KR-liðið átti líka möguleika á því að mæta sænsku meisturunum í Djurgården sem og liðum Europa frá Gíbraltar og Tre Fiori frá San Marinó. Djurgården lenti á móti Europa frá Gíbraltar og fékk heimaleik. Tottenham mætir Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu, AC Milan lenti á móti Shamrock Rovers frá Írlandi og Rangers mætir Lincoln Red Imps frá Gíbraltar. Tottenham, AC Milan og Rangers verða öll á útivelli. Blikabanarnir í Rosenborg mæta Ventspils frá Lettlandi og verða á útivelli. Víkingsbanarnir í Olimpija Ljubljana mæta Zrinjski Mostar frá Bosníu og fá aftur heimaleik. FH-banarnir í Dunajská Streda mæta Jablonec frá Tékklandi og verða á heimavelli. Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö FF mæta Honvéd frá Ungverjalandi og verða á útivelli. Ragnar Sigurðsson og félagar í FC Kauðmannahöfn mæta IFK Gautaborg á útivelli. Jón Dagur Þorteinsson og félagar í AGF mæta Nõmme Kalju frá Eistlandi eða Mura frá Slóveníu og verða á útivelli. Aron Jóhannsson og félagar í Hammarby mæta Lech Poznań frá Póllandi og verða á heimavelli.
Evrópudeild UEFA KR Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira