Hörmulegt dýradráp líklega af gáleysi Jakob Bjarnar skrifar 31. ágúst 2020 13:22 Hinir dauðu hrafnar eru bundnir saman á fótum. Ekki liggur neitt fyrir um það enn hvernig það hefur komið til. Viðmælandi Vísis vill ekki trúa því að það hafi verið gert viljandi, hann telur að þar sé um að kenna yfirgengilegum umhverfissóðaskap. Jón Hafþór Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga. Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Jón Hafþór Marteinsson gekk fram á tvo dauða hrafna á gönguferð með hundi sínum skammt ofan Bolungarvíkur. Þeir voru bundnir saman á fótum með snærisspotta. „Huginn og Muninn Óðins fundust látnir með plastbragði manna fasta um fætur sér. Liklega má telja að þeir hafi verið látnir svelta í hel. Rannsókn þessa glæps stendur yfir,“ skrifar Jón Hafþór á Facebook-síðu sína og birtir mynd af hinum dauðu hröfnum. Vill ekki trúa því að um viljaverk sé að ræða Hann segir reyndar, í samtali við Vísi, að hann geti ekki trúað því að um viljaverk sé að ræða. „Nei, ég verð að segja að það hvarflaði aldrei að mér. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé svo illgjarn. Að gera svona að yfirlögðu ráði,“ segir Jón Hafþór. Krumminn er Jóni Hafþóri kær og það fékk á hann að ganga fram á hrafnana tvo, bundna saman á fótum sem svo hefur líklega dregið þá til dauða. Hann segir að hér áður fyrr hafi þekkst að börn á sumum bæjum hafi verið að djöflast í mávi og öðru. „En þetta þekkist ekki einu sinni meðal óvita í dag og það er enginn fullorðinn svo illgjarn. Þá þyrfti hann á mikilli hjálp að halda.“ En nú er það svo að hrafninn er illa þokkaður af mörgum? „Það er örugglega frá kirkjunni komið upphaflega. Misskilningur. Þeir gerðu allt til að gera lítið úr fyrri trú Íslendinga. Meðal annars þetta. Kalla krumma boðbera dauðans. Mörg vitni um að hann hefur verið að hjálpa manninum. Við eigum margar fallegar þjóðsö0gur um krumma, en hann er tækifærissinni eins og öll dýr náttúrunnar.“ En þú gefur þeirri túlkun undir fótinn að þetta geti verið af mannavöldum? „Ég var bara reiður. og sár. Krumminn hefur verið mér kær lengi og fyrir mér var þetta hálfgert fjölskylduáfall. Allt í lagi að menn og dýr deyi eðlilegum dauðdaga, en þetta er bara dráp af gáleysi. Óþolandi,“ segir Jón Hafþór. Hann vísar þar til umhverssóðaskapar, að plastúrgangur sé út um allt. Og dýr eigi erfitt með að varast það. Kunni oft ekki að greina á milli náttúrlegra efna og ónáttúrlegra. Fugl sem ekki flýgur sveltur „Þetta er á okkar ábyrgð, þetta er okkar sóðaskapur, þetta er okkar viðbjóður,“ segir Jón Hafþór sem notar tækifærið og fordæmir umhverfissóðaskap; það hvernig við umgöngumst plast, sem sé reyndar gott efni, en við séum að misnota það og ganga skelfilega um. Dæmi um það eru hrafnarnir tveir sem bundir voru saman með spotta og sultu þannig, ef að líkum lætur, til dauða. Jón Hafþór segist ekki hafa þá þekkingu til að bera að geta sagt nákvæmlega til um hvað nákvæmlega var dauðamein hrafnanna. „En þeir geta ekki flogið bundir saman á fótunum. Fugl sem ekki flýgur sveltur.“ Jón Hafþór dregur hvergi úr að þetta hafi hreinlega fengið á sig að hafa gengið fram á hrafnana tvo sem fengu svo hræðilegan dauðdaga.
Dýr Bolungarvík Umhverfismál Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira