Landspítalinn af hættustigi á óvissustig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2020 15:46 Breytingarnar taka gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira
Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Sjá meira