Landspítalinn af hættustigi á óvissustig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2020 15:46 Breytingarnar taka gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira