Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 18:31 Svetlana Tsíkhanosvkaja flúði til Litáen í kjölfar kosninganna. Celestino Arce/NurPhoto via Getty Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna. Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna.
Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira