Fótbolti

FCK leiðir kapp­hlaupið um Hólmar Örn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hólmar Örn Eyjólfsson í leik með A-landsliðinu á móti Belgíu.
Hólmar Örn Eyjólfsson í leik með A-landsliðinu á móti Belgíu. Vísir/Getty

FCK leiðir kapphlaupið um íslenska miðvörðinn, Hólmar Örn Eyjólfsson, samkvæmt fjölmiðlum í Búlgaríu.

FCK lenti einungis í 2. sæti í Danmörku á síðustu leiktíð og nú eru þeir nálægt því að semja við Hólmar Örn.

Hólmar Örn hefur verið að spila með Levski Sofia en sagan segir að hann eigi þar inni laun. Hann á eitt ár eftir af samningnum þar.

„Það félag sem er næst því að semja við hann er danski risinn í FCK sem vantar varnarmann. FCK vonast til þess að krækja í Íslendinginn í landsleikjahléinu,“ skrifaði Levski365.com.

„Trabzonspor í Tyrklandi er ólíklegt að geta tekið þátt í samningaviðræðunum því þeir dönsku eru með fjárhagsstyrk til þess að tryggja Hólmari góð laun. Hann vill einnig frekar spila í Skandinavíu.“

Ekstra Bladet hefur reynt að ná í skottið á Ståle Solbakken, þjálfara FCK, en hann hefur ekki viljað tjá sig um félagaskiptin mögulegu.

Hólmar hefur einnig spilað m.a. með Rosenborg, Bochum og Maccabai Haifa á sínum atvinnumannaferli en hann á 14 A-landsleiki að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×