Charlie Hebdo endurbirtir myndirnar af spámanninum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 10:29 Laurent Sourisseau, skopmyndateiknari og ritstjóri Charlie Hebdo, á ráðstefnu í janúar. Sú ráðstefna var um málsfrelsi og var haldin í tilefni af því að fimm ár voru liðin frá árásinni á skrifstofu tímaritsins. EPA/Christophe Petit Tesson Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020 Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Forsvarsmenn tímaritsins víðfræga Charlie Hebdo ætla að endurbirta umdeildar myndir af spámanninum Múhameð. Það verður gert vegna réttarhalda gegn fjölda aðila sem sakaðir eru um að hafa komið að árásinni gegn tímaritinu í janúar 2015. Þá réðust bræðurnir Said og Cherif Kouachi inn í húsnæði Charlie Hebdo í París og hófu skothríð. Þegar dagurinn var úti lágu tólf í valnum og þar af átta starfsmenn tímaritsins. Sama dag var einnig ráðist á stórmarkað gyðinga í París. Kouachi bræðurnir voru svo felldir nokkrum dögum seinna. Réttað er yfir fjórtán aðilum sem eru sagðir hafa hjálpað þeim bræðrum. Réttarhöldin hefjast 2. september og standa yfir til 10. nóvember og þar munu 140 vitni segja sögur sínar. Myndirnar sem um ræðir voru upprunalega birtar í Jyllands-Posten árið 2005. Þær voru svo endurbirtrar af Charlie Hebdo árið 2006. Það leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Nú eru myndirnar birtar á forsíðu tímaritsins og með textanum: „Allt þetta, bara vegna þessa“. „Við munum aldrei gefast upp,“ skrifaði skopmyndateiknarinn Laurent Sourisseau, í leiðara Charlie Hebdo, samkvæmt AFP fréttaveitunni. Starfsmenn tímaritsins hafa margsinnis verið beðnir um að birta fleiri myndir af spámanninum en hafa hingað til neitað því. Það hafi aldri verið góð ástæða til þess, fyrr en nú. Þær voru þó einnig birtar aftur skömmu eftir árásina. Numéro spécial : Tout ça pour ça.Retrouvez : Un florilège des charognards du 7 janvier 2015 Procès : la parole aux familles Sondage exclusif @IfopOpinion : la liberté d'expression c'est important, mais... Disponible dès demain ! pic.twitter.com/NyiTmva6Kr— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) September 1, 2020
Frakkland Trúmál Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira